Sameiningin - 01.03.1920, Side 3
,67
varla, aÖ ungum manni væri viðvært; hann gat naumast
gengið svo um göturnar, að hann væri ekki tekinn tali
og eggjaður á að vera með í þessum mikla leiðangri.
Jafnvel stjórnin varð að slcerast í leikinn og gefa út
skipun um það, að ekki mætti áreita neinn, sem skoraðist
undan að fara.
Svona var hrifningin og eldmóðurinn vakandi hjá
ungum mönnum, til þess að ávinna aðra unga menn fyrir
sinn fjarlæga jarðneska konung.
Og þegar svo fréttin kom til Canada um þá fyrstu
Canadamenn, sem fallið liöfðu á vígvöllunum og vökvað
jarðveginn í Evrópu með blóði sínu, þá kvað við yfir
landið þvert og endilangt ])etta hertak: “Látuln oss fara
og fylla skarðið! ’ ’
Mér datt oft í hug: Ó að slík hrifning gæti gripið
unga menn til þess að vinna fyrir betra málefni, til þess
að ganga fram í aðra göfugri baráttu, til þess að ávinna
menn fyrir annan æðri konung. Konung konunganna.
Það er nefnilega verið að heyja í beiminum nú um
stundir annan hildarleik, hálfu ægilegri og stórfengilegri
en þetta blóðuga Evrópu-stríð. Það eru tvö ríki í heim-
inum, sem nú eiga í baráttu sín á milli, hneðilegri og stór-
kostlegri, en nokkru sinni áður, þótt oft hafi vel verið.
Það er ríki Krists og ríki Satans. Hin illu öfl í ríki liins
vonda liafa sameinað sig og ráðist á ríki Guðs og Hans
Smurða með enn þá meiri krafti en nokkru sinni áður.
Guðs heilaga kirkja stendur öðru megin, og hinu megin
öll hin niðurbrjótandi völd vonzkunnar og lýginnar, og
það er barist um ódauðlegar mannssálir; straumþungi
hins illa vex og vex, vex sem heljarbylgja, er rís hærra
og hærra og sogar inn í hringiðu sína fleiri og fleiri. Það
er barist með öllum vopnum, með ofbeldi og slægð. Og
veigalitlar sálir láta tælast og dragast burt frá herbúð-
um sannleika og siðgæðis og glatast síðan í syndum sín-
um. Hið mikla fráfall er í fullum gangi og breiðist dag-
lega meir og meir tit.
Stærri og stærri svæði í sjálfri kristninni eru að
leggjast í andlega auðn. Yíða falla jafnvel verjendur
trúarinnar frá, þeir sem ættu að vera sjálfkjörnir liðs-
foringjar í her Jesú Krists. Yantrú og opinber afneit-