Sameiningin - 01.03.1920, Síða 11
75
Meistarinn vill finna þig.
Prédikun eftir séra Friðrik Hallgrímsson.
“Og er hún hafði þetta mælt, fór hún burt og
kallaði á systur sína Maríu og sagði einslega:
Meistarinn er hér og vill finna þig”.—Jóh. 11, 28,
Jesús er kominn til Betaníu. Systurnar höfðu sent
eftir honum, þegar bróðir þeirra veiktist; en nú, þegar
Jesús kom, var hann dáinn og búið að grafa hann. þegar
það fréttist, að Jesús væri að koma til þoripsins, fór Marta
út til þess að taka á móti honum, og hann talaði til hennar
huggunarorðin inndælu um sigur lífsins yfir dauðanum,
sem hafa síðan veitt svo mörgu sorgbitnu og saknandi
hjarta fró og frið. Andvörpin sefast við hughreystingar-
orðin hans; hin tignarlega og blíða rósemi meistarans og
vinarins innan um alla sorgina og grátstafina hefir áhrif á
hana, sem hún getur ekki gjört sér Ijósa grein fyrir; en
hún finnur að henni líður miklu betur síðan hann kom og
talaði við hana, — það er farið að skína eitthvert ljós gegn
um sorgarmyrkrið síðan hann kom. — Og Marta hugsar til
Maríu systur sinnar, sem situr grátandi heima og á svo
bágt; hún veit, að það myndi gjöra henni svo gott að hitta
hann og láta hann ta'la við sig líka; og hún flýtir sér til
hennar, beygir sig niður að henni með systurlegri hluttekn-
ingu og blíðu og segir við hana: “Meistarinn er hér og vill
finna þig.”
“Meistarinn er hér og vill finna þig.” pað var orðsend-
ing, sem systir flutti -systur. Og sömu skilaboðin er eg að
fiytja þér, bróðir og systir, sem ert kominn hingað í Guðs
hús í dag. pví enn kemur hann til Betaníu og hingað til
okkar, allsstaðar þar sem fagnaðarerindi hans er boðað, þar
sem menn og konur mæðast undir byrðum lífsins, þar sem
menn hafa þörf á frelsara. — Hann vill finna alla. Hvernig
sem á stendur fyrir þér, vill hann finna þig og fá þig til að
gefa sér gaum, því hann á erindi við þig, vegna þess að
hann.er frelsari þinn og vdnur þinn.
Guð gefi mér þá náð til þess, að flytja þér skilaboð
meistarans þannig í dag, að þú finnir til þess, að hann á
erindi við þig og komir á móti honum í einlægni og trausti,
eins og Maria, svo að han-n geti fengið að hugga þig og
hjálpa þér, gleðja þig og blessa.