Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1920, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1920, Síða 12
76 Faðir og móðir! pú kemur með barnið þitt litla til skírnar. — pér þykir svo óumræðilega vænt um það, því það er hold af þínu hoidi. pað hvílir við brjóst þitt, og því líður þar svo vel; kærleikurinn gjörir hendurnar, sem á því halda, svo mjúkar og yarfærnar; þegar það vaknar af blundi og horfir á þig með litlu skæru augunum sínum, þá brosir þú ósjálfrátt við því, eins og þig langi til að láta það vita, hve heitt þú elskar það. Með tákni krossins er það vígt til að vera eign hins krossfesta frelsara Jesú Krists. — Faðir og móðir! Með skírn barnsins þíns eru þér flutt þessi skilaboð: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Hann langar til að tala við þig um barnið þitt litla, sem hann elskar engu síður en þú. Hann biður þig að muna eftir því, að skírnin er ekki tómur og þýðingarlaus helgifeiður, heldur /heilagt máðarmeðal, sem hann hefir stofnað og gefið kirkju sinni; og að hann gjörir í skírninni ekki að eins sáttmála guðlegs hjálpræðis og kær- leika við barnið þitt, heldur vill hann líka gjöra þann sátt- mála við þig, að þú alir bamið upp sem guðsbarn og leggir rækt við ódauðlega sál þess, engu síður en þú annast líkams- þarfir þess. Ó, faðir og móðir! pú getur varla gjört þér grein fyrir því, hve mikla þýðingu það hefir fyrir barnið þitt, að þú gefir vel gaum að þeirri beiðni meistarans ; og með engu móti getur þú betur sýnt því kærleika þinn, en með því. Tala þú þá við hann um barnið þitt og bið hann um að hjálpa þér til að greiða götu þess til sannrar lífs- gæfu um tíma og eilífð. Jesús blíður bað: Bannið eigi það. Börnin tek eg ung á arma mína. Skyggið eigi á ungu blómin smá; lofið á þau ljósi Guðs að skína. Litli drengur og litla stúlka! pú kemur í sunnudag- skólann. — pú hefir lært lexíuna þína heima, eins vel og þér er mögulegt, því það gjöra góð börn. pau vilja læra um það, hvað Guð er vitur og máttugur og góður, og fallegu sögurnar um Jesú, sem var einu sinni lítið barn í Betlehem, og var foreldrum sínum hlýðinn í Nazaret, sem læknaði þá veiku og huggaði þá sorgbitnu og hjálpaði þeim, sem áttu bágt, og er svo góður við alla. pegar kennarinn þinn fer svo að kenna þér, þá er eins og hann segi við þig: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” pví það, sem kennarinn vill segja þér, er það, að Jesús er

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.