Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 15
79 meistarann vera ykkar bezta heimilisvin og heimilið ykkar kristið heimili, þar sem andi trúar og kærleika ríki. pví gott kristið heimili er indælasti sælustaðurinn, sem til er á þessari jörð, og mesta blessun hverju mannfélagi. En það vitum við, vinir, að hve ástúðlegt sem hjónaband er, hversu gott sem beimili er, þá koma þangað stundum óboðnir gestir, bræður tveir, sem heita Sjúkdómur og Dauði, og í för með þeim er alt af systir, sem þeir eiga og heitir Sorg. — pú veizt, hve sárt og þreytandi það er, að vera veikur; hve langir manni finnast dagarnir þá og and- vökunætumar eins og þær ætli aldrei að taka enda. — Met- um við annars heilsuna eins og vert er, á meðan við höfum 'hana? Og þökkum við Guði daglega, þegar okkur líður vel? — Og þú veizt hve sárt það er, að sjá ástvin sinn líða sjúkdómsþjáningar, kannske mánuðum! eða jafnvel árum saman. Og þú þekkir harminn mikla, þegar einhver, sem þú elskar heitt, elskað barn eða maki, eða bróðir eða systir, eða faðir eða móðir, verður hrifinn burtu úr hópi ástvinanna af dauðanum. Ó, eg þarf ekki að lýsa fyrir þér þessum sorgum lífsins; við þekkjum þær of vel til þess. En hefir þú tekið eftir því, að sorgin gjörir menn altaf, 1 fyrstu að minsta kosti, einhvern veginn- einmana; þér finist þú vera svo einn og máttvana og ráðþrota. Hvað þýðir það? Eg held að Guð ætlist til, að það þýði þetta, að sorgin kalli á þig einslega og segi við þig: “Meistarinn er hér og vill finna þig.” Hann, sem forðum hughreysti og læknaði þá veiku, sem sagði við ekkjuna í Nain: “Grát þú ekki”, sem flutti systrunum í Betaníu himneska huggun í sorg þeirra, — hann á erindi við þig, þegar þér líður illa; hann- vill láta þig vita, að hann veit hvað þér líður og hann finnur til með þér; hann vill fá að hugga þig og hjálpa þér, bera með þér byrðina og gefa sálu þinni það ljós trúar og vonar, sem gi örir hana sterka til að líða og stríða í þeirri vissu, að þeim, sem Guð elska, samverkar alt til góðs, og hann þerrar einhvern tíma öll þín tár og gefur þér eilífan fögn-uð. ó, þú, sem sorgir lífsins mæða! — gjörðu eins og María; leyfðu Sorginni að færa þig nær honum, sem hefir orð eilífs lífs svo að þú fáir að finna, hvílíkur blessunarkraftur trúin er á erfiðustu stundum lífsins. Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut!

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.