Sameiningin - 01.03.1920, Blaðsíða 16
80
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu í Drottins skaut! —
En það er líka til önnur hrygð, sem ekki kemur af nein-
um ytri viðburðum lífsins, heldur verður til í mannsál-
unni sjálfri, af því að hún finnur sárt til þess, að hún er
ekki eins góð og hún ætti að vera. pað er hrygðin yfir
syndinni, sem Páll postuli kallar: “hrygðin að Guðs skapi.”
—Og illa þekkjum við okkur sjálf og lítil alvara er í okkur,
ef við höfum ekki öll eitthvað reynt af þeirri hrygð. Ein-
hver hrösun, sem þig henti, eða eitthvert Guðs orð, sem
sýndi þér djúpt inn í fylgsni sálar þinnar, vakti hjá þér
meðvitund um það, hve syndugur þú ert, hve langt hugarfar
þitt er frá því að vera eins og Guð viil að það sé. Og það er
sárt, því sárara, sem þú þráir heitar að vera góð manneskja
og Guði kær. pað er sárt, að vera óhreinn fyrir augum
Guðs, sem þú elskar og þráir að hafi velþóknun á þér; það
er sárt, að vita með sjálfum þér, að þú hafir kanmske svikið
þínar eigin beztu hugsjónir; það er sárt, að finna vanmátt-
inn til þess að vera eins og þig langar til að vera, — að þurfa
að segja: “Hið góða, sem eg vil, það gjöri eg ekki, en hið
vonda, sem eg ekki vil, það gjöri eg.” — Hvers vegna lætur
Guð þessa hrygð yfir syndinni koma upp í sálu þinni? Er
það að eins til að angra þig og mæða ? Nei, það er til þess,
að hún segi við þig einslega í hugskoti þínu: “Meistarinn
er hér og vill finna þig.” Hann á brýnt erindi við þig. Hann
er frelsarinn, sem hefir brotið vald syndarinnar, og hann
vill frelsa þig frá syndinni, fyrirgefa brotin þín öll og leysa
þau bönd, sem binda sál þína í ánauð syndarinnar; hann vill
gefa þér sigur yfir syndinni, svo að þú verðir frjáls og
sterkur til að lifa því lífi, sem það bezta í þér þráir: sönnu
guðsbarnalífi. Hugsaðu um líf hans og dauða og uppris ';
hugsaðu um það, sem hann hefir gjört fyrir óteljandi synr:-
ugar mannssálir — sigurinn og gleðina, sem hann hefir
veitt þeim. Treystu honum og leyfðu honum að gjöra það
sama fyrir þig. Lifðu með honum einlægu samlífi bænar og
tiíbeiðslu og láttu það vera stöðuga viðleitni þína, að þið
getið altaf verið vinir. Reyndu að gjöra altaf honum til
þóknunar. pá varðveitir hann þig og þá er þér sigurinn
vís og þú verður það, sem þú þráir heitast að verða: heilagt
og elskulegt Guðs barn.
Mér sendu hjálp af himni þínum
og helgan láttu anda þinn,