Sameiningin - 01.03.1920, Page 18
82
hjartadyrum hjá þér og biður þig um að þiggja vináttu
sína, náS og blessun, — biður þig um að lofa sér að fylgja
þér héðan tit þinna daglegu starfa og halda í hönd þína í
gleði og isorg og öllum lífsins kjörum. Guð gefi þér það
gagn af þessari kirkjuferð, að þið hafið fundið hver annan,
meistarinn og þú, — að þú hafir fundið til þess, hve ant
honum er um þig og hvað hann er þér góður, og að þið
verðið samferða héðan og skiljið aldrei.
Á morgni æfinnar kom hann til þín og gjörði kærleiks-
sáttmála við þig í heilagri skím. En allir dagar eiga sér
kvetd, — og einmig þinn jarðneski æfidagur. Einhvem tíma
kemur sú stund, að þú átt að fara héðan og kveðja þetta
líf. — Mátturinn er að þrjóta, augun að daprast, þú heyrir
kannske ekki lengur kærteiksiorð vinanna, sem hjá þér eru.
Kyrð dauðams er í kring um þig. En úr kyrðinni miklu
kemur rödd, sem enginn heyrir nema þú: “Meistarinn er hér
og vill finna þig.” Hann er kominn, sá eimi allra vima
þinna, sem þá getur nokkra hjálp þér veitt; — hann er kom-
inn tit þess að hrífa þig úr greipum dauðans og fylgja þér
heim til föðurhúsanna himnesku, —• leiða öndu þína út úr
myrkri dauðans inn á bið sólbjarta land lífsims.. Ó, hvað
það er gott þá, að eiga þanm vin og hafa lært að elska hann
og treysta honum ihér, — að geta, þegar æfideginum hall-
ar, sagt í fullu trúnaðartrausti:
Mitt við andlát augum fyrir mínum,
upp, minn Drottinn, haltu krossi þínum.
Gegm um myrkrið lífsins ljós að sjá,
leyf mér, góði, Jesú! Vert mér hjá.
Já, þá er gott að hafa hann hjá sér.
Augun ibresta; hjartað hættir að slá; jarðneska tjatd-
búðin er hrunin. En meistarinn er kominn með lærisvein-
inn sirnn heim í föðurfaðm Guðs.
Til skrifara safnaðanna.
Skrifarar safnaðanna eru vimsamlga á það mintir, að
ættast er til að skýrslur frá öl'lum söfnuðunum séu til mín
komnar fyrir 1. Apríl. Ef einhverjir söfnuðir hafa ekki
þegar afgreitt skýrslur sínar, eru þeir beðnir að gjöra það
tafarlaust. Hafi einhver skrifari ekki fengið eyðublað
umdir skýrsluna, gjöri hann mér aðvart um það sem fyrst.
Baldur, Man., 10. Marz 1920.
Friðrik Hallgrímsson, skrif. k.fél.