Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.03.1920, Qupperneq 21
85 Mér skilst, að >að sé sérstaklega tvent, sem hver maður þarf að tryggja sér til fararinnar, þegar íhann á að mæta fyrir konungi dýrðarinnar, tiil þess að gjöra honum rei'kningsskil í bók lífsins. Og þetta tvent, sem mér finst, að hverjum manni ríði lífið á að tryggja isér hér í tímanum, er erfðaréttur og tign- arklæði. Eða með öðrum orðum: guðsbarnarétturinn, því að ef vér erum Guðs börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists (Róm. 8, 17); og helgunar- klæðið, hátíðaskrúðinn, sem vér höfum öðlast í skírnarlauginni. Um hann talar Píáll postuli ,á þessa leið: pví að svo margir af yður, sem eruð skírðir til Krists, þér hafið áklæðst Kristi (Gal. 3, 27). En nú er hætt við, að hjá all-mörgum af oss hafi helgunarskrúðinn atast — eða jafnvel glatast, og hljótum vér þá að standa naktir, nema því að eins, að vér kappkostum að tryggja osis hinn rósfagra skrúða sakleysis og réttlætis, með því að hvítfága skikkjur vorar í blóði lambsins. Oig ef vér kom- um þannig til fara fram fyrir konung dýrðarinnar, mun hann ávarpa oss með hinum óviðjafnanlegu fagnaðarorðum: “Kom- ið blessuð börn míns föður og eignist það ríki, sem yður er fyrir- búið frá upphafi veraldar. Guð almáttugur gefi oss öllum náð til að verða þeirrar óumræðilegu gleði og fagnaðar aðnjótandi. pví að ef öðru vísi fier, þá er voðinn vís. pá vitum vér, að dómlsorðið ihljóðar svona, samkvæmt Guðs opinberaða orði: Farið frá mér, eg þekki yður ekki. Á þann voða minnist séra HaMgrímur í hinu tilfærða versi hér að framan. RADDIR AÐ HEIMAN. Úr bréfi til ritstjóra “Bjarma” frá merkum bónda, sem illa er við, — og ekki furða — “að láta kirkjustjórnina troða inn í söfnuðina nauðuga, viljuga, prestaefnum af öllu trúflokka-tagi, án þess að geta sagt nokkuð á móti því.” Hann vill aðskilnað ríkis og kirkju. Hann segir: “Eg trúi því tæpast, ef gengið væri til almennings atkvæða um það mál, að ekki yrði aMur fjöldinn með aðskilnaðinum. Eg get ekki séð neitt að óttast við skilnaðinn. Ef við fáum engan prest, þá höfum við verið prestlausir fyrri. pó myndi Kristur vel geta varðveitt sína kristni og sína söfnuði, að þeir ekki verði til skammar. En við þurfum meiri kristindóm inn á heimilin okkar, inn í innim okkar, og þangað telur Kristur ekki eftir sér að koma. Yið þurfum að læra að biðja, iþá kemur blessunin af hæðum, og ef vér yfirleitt gætum það eins og vera ber, hvað væri þá að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.