Sameiningin - 01.03.1920, Side 29
93
Bandalagið til þess $50 og jafnframt $100 til annara safn-
aðarþarfa. Síðan kirkja safnaðarins brann á síðastliðnu
hausti, hafa guðsþjónustur verið haldnar í þessu sam-
komuhúsi. En húsið var ómálað að innan; tóku þá pilt-
arnir í Bandalaginu sig til og buðust til að vinna að því ó-
keypis að mála það, eftir venj ulegan vinnutíma sinn, og var
það sómaboð auðvitað þegið með þökkum og Bandalagið
lagði til litinn. Enn fremur keypti Bandaiagið Piano handa
söfnuðmum og hefir nú lofað $500 í kirkjubyggingarsjóð
safnaðarins fyrir lok þessa árs.
Fyrir ýmsum góðum skemtisamkomum hefir Banda-
lagið staðið, sem það hefir haft allmiklar tekjur af. Einu
sinni gekst það fyrir skemtiferð í bifreiðum, er um 60
manns tóku þátt í; var farið út fyrir bæinn að heimsækja
gamlan meðlim Bandalagsins, en þeir er bifreiðarnar áttu,
lánuðu þær endurgjaldslaust. Síðastliðinn þakklætisdag
efndi Bandalagið til kveldverðar, sem var onjög vel sóttur.
Og 11. nóvember efndi það til hljómleika.
Trúboða kirkjufélagsins í Japan hefir Bandalagið sent
mikið af tímaritum, til notkunar á lestarstofu þeirri, er
hann hefir sett á stofn. Auk þess hafa félagsstúlkur tölu-
vert unnið fyrir rauða kros's félagið.
Úr Bandalaginu fóru margir ungir menn í stríðið, og
jafnótt og þeir komu heim aftur, hélt Bandalagið samkom-
ur til að fagna þeim; á síðustu samkomunni voru 19 her-
menn, og flestir þeirra meðlimir Bandalagsins.
Árið 1918 hélt Bandalagið 16 fundi og voru að meðai-
tali 25 á hverjum fundi; en 1919 hélt það 17 fundi, og að
meðaltalá 35 á fundi.
Af þessu stutta yfirliti má sjá, að unga fólkið í Selkirk
söfnuði hefir ekki verið aðgjörðalaust. Hafi Bandalagið
heiður og þakkir fyrir áhuga sinn og dugnað. Er þessa
getið sérstalklega unga fólkinu í öðrum söfnuðum til fyrir-
myndar.
Gott væri, ef fleiri Banda’lög vildu senda skýrslu um
starf sitt, öðrum til leiðbeiningar og hvatningar.
Sannf æringar f esta.
Stephen Girard, útgerðarmaður og auðmaður í Phila-
delphia (dó 1831), var enginn trúmaður. En samt kunni
hann að meta það, þegar aðrir stóðu í verki við þá trú, sem
þeir játuðu.
Einn laugardag skipaði hann þjónum sínum að koma