Sameiningin - 01.03.1920, Síða 30
94
til vinnu daginn eftir og afferma s'kip, sem nýkomið var.
Engin nauðsyn rak á eftir, að flýta svo verkinu, en hann
langaði samt til að afgreiða skipið sem fyrst. Einn af þjón-
um hans, sem var ákveðinn trúmaður, svaraði honum og
sagði: “Eg er ekki vanur því, að vinna óþörf verk á sunnu-
dögum, og get því ekki komið á morgun.”
þetta kom flatt upp á Girard; hann var óvanur því, að
skipunum sínum væri ekki hlýtt, og hann ætlaði ekki að
þola það. Hann sagði manninum unga, að ef hann vildi ekki
hlýðnast fyrirskipunum sínum, þá mætti hann fara úr vist-
inni. Og það varð úr.
f þrjár vikur ráfaði maðurinn um stræti borgarinnar
og leitaði að atvinnu; en enga atvinnu fékk hann, og horf-
urnar voru ekki álitlegar.
En þá fékk hann einn dag bréf frá bankastjóra, sem
bauð honum gjaldkerastöðu við bankann isinn. Á því hafði
hann sízt átt von, og tók hann boðinu feginshendi. Seinna
komst hann að því, að það var Stephen Girard, sem hafði
útvegað honum stöðuna. Bankastjórinn hafði spurt Girard
að því, hvort hann þekti nokkurn, sem hann gæti mælt með
að trúað væri fyrir því starfi, og eftir nokkra umhugsun
nefndi hann þennan unga mann. Bankastjórinn furðaði sig
á þVí, að hann skyldi mæla með manni, sem hann hafði
sjálfur rekið úr vistinni, og hafði orð á því.
“Eg rak hann,” svaraði Girard, “af því hann neitaði
mér um að vinna á sunnudegi; en manni, sem vill heldur
missa atvinnu sína, en breyta á móti sannfæringu sinni, er
þér óhætt að trúa fyrir peningum.”
-------o--------
Sunnudagsskóla-lexíur.
II. LEXÍA. — 11. APRÍL
Debóra og Barak bjarga ísrael—Dóm. 4, 4—16. (Les
Sálm 46).
Minnistexti: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjá/p í
nauðum — Sálm. 46, 1.
1. Hvenær gjörðist atburður þessi? Á tíð dómaranna,
löngu áður en ísrael varð að konungsríki. 2. Hvernig var á-
statt fyrir israel? pjóðin hafði gleymt Guði og tekið að dýrka
falsguði. pá hegndi Drottinn þjóðinni með því að láta Jabín,
Kanaans-konung, leggja ísrael undir sig og kúga hann í 20 ár.
3. Hvað hét hershöfðingi Jabíns konungs? Hann hét Sísera.