Sameiningin - 01.03.1920, Side 31
95
4. Hver var Debóra? Hún var spákona og “dómari í ísrael”—
frelsisbetja, válin af Guði til þess að leiða þjóðina til frelsis og
afturhvarfs. 5. Hvar hafðist hún við? Undir pálma nokkr-
um uppi í fjöllum í miðju landinu. 6. Hvað gjörði hún að boði
Drottins? Hún lét kalla til sín mann, sem Barak hét, lengst
norðan úr landi, og sagði honum að safna að tsér tíu þúsund her-
mönnum og fara á móti Sísera. 7. Hvernig tók Barak í þetta?
Hann vildi ekki fara, nema Debóra kæmi með. 8. Hvað átti
hann að gjöra? Hann átti að fara umyrðalaust að boði Guðs.
9. Hvernig var honum hegnt? Hann fékk sjálfur engan heiður
af sigrinum. Af því hann viidi ekki fara, nema kona færi með
sér, þá var konu eignaður sigurinn, fremur en honum. 10.
Hvar sló í bardaga með þeim Barak og Sísera? Hjá Kison-læk,
á Esdraelon-sléttu, norðan til í landinu. 11. Hvernig lauk
þeirri orustu? Sísera hafði óisigur, flúði og var drepinn, en lið
hans féll flest-alt, og ísrael varð frjáls þjóð aftur. 12. Hvað
lærum við af þessu? a. pegar ísrael yfirgaf Guð, þá misti
þjóðin frelsið Eins fer fyrir thverjum, sem gleymir Guði. b.
En Drottin-n yfirgaf ekki þjóðina fyrir fult og alt. Hann var
reiðubúinn að frelsa hana, þegar hún sá að sér. c. pað er Guð,
sem gefur styrkinn til að sigra. Tökum eftir því, hve veik eru
verkfærin, sem hann notar hér: kona, huglítill maður norðan
úr Naftalí, smtár herflokkur. pó vann þessi sveitin frægan
sigur, af því að Drottinn var þeim megin. Látum ekki hug-
fallast, þótt þeir, sem Guði eru trúir, virðist 'lítilsigldir og í
miklum minni hluta. d. Vitljir þú öðlast sigurinn, þá treystu
Guði og hlýddu honum óhitkað og umyrðalaust.
III. LEXÍA. — 18. APRÍL.
Sigur Gídeons og flokks hans.—Dóm. 7, 1—21.
(Les 6. kap. og Sálm. 47.)
Minnistexti: Ekkert getur tálmað Drotni að veita sigur,
livort heldur er með mörgum eða fáum.—1. Sam. 14. 6.
1. Hvenær gjörðist þessi atburður? 47 árum eftir atburð
þann, sem segir frá í síðustu lexíu (sjá 5, 31 og 6, 1). 2. Hvern-
ig stóð þá á fyrir Israel? pegar þjóðinni fór að ganga vel, þá
gleymdi hún Guði, nú eins og oftar. pá refsaði Guð henni með
mótlæti, til þess að vekja hana og koma henni til þess að snúa
sér til hans. 3. Hver var refsing Guðs? Midían réðist á ísra-
el og varð yfirsterkari, og þjáði þjóðina í 7 ár (6, 1. 2). Midían
var flckkuþjóð, sem hélt aðallega til suðaustur af Gyðingalandi.
I’yrir sunnan voru Amalekítar, hjarðfólk, er snúist höfðu í lið
með þeim ásamt öðrum flökkuflokkum. Hve hart ísraelsmenn
voru leiknir, tsést af 6, 3-6. 4. Hvað gerði nú þjóðin? Hún
hrópaði til Guðs. (6, 6). 5. Hvernig svaraði Guð? Hann út-
valdi Gideon Joasson til þess að vera leiðtoga þjóðarinnar og
sendi henni hann og hjálpaði honum til sigurs yfir óvinunum.
í 6, 7-41 lesum við um Gideon og költlun hans. í lexíunni um