Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 11

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 11
137 Vitsmunirnir skinu skærast hjá Þorsteini, 'þegar til matar var að vinna, eins og í veizlu þeirra Sigríðar og Indriða. Þá skorti ekki útsjónina. Karl var fljótur að koma sér þar fyrir, sem fengs-von var mest og hægast um aðdrætti. Hann settist við dyrnar á óæðra salnum og tók ríflegan to’ll af öllum matföngum, sem inn fóru. Fyr- irtækið hepnaðist ágætlega. Þorsteinn sofnaði út frá ruáltíðinni vel saddur, í sælli von um nýjar matbirgðir á næsta morgni. i Andieg skyldmenni Þorsteins eru ekiki ritdauð enn. Það eru þeir, sem koma sér ilíkt fyrir í viðskiftaheimin- um, eins og Matgoggur í veizlunni. Þeir sitja einhvers staðar í vegi fyrir eðlilegum flutningi matar og annara nauðsynja, til þess að geta tekið ríflegan toll af varningh þeim um leið og hann fer fram hjá. Leggja lítið sem ekk- ert þarflegt til viðskiftanna sjálfir, hvorki í umibótum á vörunni, né með því að greiða henni veg frá framleiðanda til neytanda, iheldur þvert á móti hílaða stíílur í farvegi réttmætrar verzlunar, og gjöra sér gróða úr hindrun- inni. Þetta má sýna með mörgum dæmum að á sér stað, ekki sízt nú á dögum, þegar hörgull er á vörum og fram- ieiðsla öll í ólagi eftir styrjÖldina. Nú er tækifærið að mata krókinn ó mörgum nauðsynjum, á meðan eftirspurn- in er svona feikileg; enda láta nú ýmsir matgoggar ekki sitt eftir liggja. Tökum til dæmis annan eins óbrotinn og aimúgalegan varning eins og kartöflur eru. Við þá vörutegund er engu bætt, eftir að hún er stungin upp úr garðinum. Ekki þarf heldur stórt vit eða áræði eða starfsþrek til þess að koma henni út, því allir boi'ða kart- öflur og eftirspurnin hefir. þar engu leilft í mörg ár. Ætti því matvara þessi að eiga viðskiftaferil bæði ódýran og auðveldan. En reyndin hefir orðið öll önnur. 1 fyrra haust voru kartöflur seldar ó dollar skeppan ensk úr l)óndagarði, en sama skeppa var komin upp í fjóra-fimm dollara litlu síðar, þegar bæjarbúinn keypti. Verðhækk- un þessi lá ekki í neinum umbótum, neinni verulegri á- hættu eða fyrirhöfn, sem sagt, heldur er hún þannig til komin, að einhverjir matgoggar hafa setið þar við skemmudyr; hafa náð þrælatökum á vörunni með ein-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.