Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 13

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 13
139 annað en þ.jófnaður, livort sem aðferðin er húsbrot eða kænleg samtök og verzlunarböf't. G. G. Sir Oliver Lodge. i. Sir Oiiiver Lodge, hinn nafnkunni brezki vísinda- maður, hefir undanfarið verið á fyrirlestraferð í Banda- ríkjunum og Canada. Hefir hann víða f'lutt erindi til stuðnings skoðunum andatrúarmanna, og skal hér birt iausleg þýðing úr dagblöðunum um viðtökurnar, sem er- indi hans hefir hlotið, hjá vísindamönnum liér: “Vísindamenn og sálarfræðingar í Aimeriku eru í undirbúningi með að sýna fram á, að andatrúin, á grund- velli sannana þeirra, sem Sir Oliver Lodge hefir tilfært, sé aigerlega óvísindaleg, eftir því sem prófessor Joseph Jastrow, kennari í sálarfræði við ríkishiáskó'lann í AVis- eonsin síðan 1888, segir fr'á. Prófessor Jastrow segir, að á meðal þeirra, sem andvígir séu hinum ‘fjarstæðu skoðunum’ Sir Olivers, séu prófessorarnir Thorndike og Woodwiorth við Culumbia háskólann, Witmer við Penn- sylvania háskólann, Leuba við Bryn Mawr, Warren við Prineeton, Watson við John Hopkins, Pillsbury við Michigan háskólann, Seashore við lowa háskólann, Arps við Ohio háskólann, og fleiri.’’*’ “Það má enginn ætla,” segir prófessor Jastrow, “að þögn amerískra vísmdamanna tákni, að þeir samsinni niðurstöðu Sir Olivers. A öllum öldum íhafa verið þeir, sem bygt hafa trú sína á áframhald lífsins eftir dauðann á skeytum, er þeir Ihugðust fá frá hinum framliðnu. Til- raunin til að sanna þetta með höggum, anda-sýnum og opinberun miðla, er amerísk uppfynding um 70 ára gömul. Þessi fyrirbrigði hafa þráfaldlega verið rann- sökuð, og undantekningarlaust reynst að vera gegnsmog- in af svikum og prettum. Menn nota sér trúgirni fólks, sem vill gleypa við þessu. ’ ’ “ Brellur þær og aðferðir, er tilheyra því að hrevfa borð, slá bjöUubumbur, skrifa á spjöld og lesa lokuð bréf, eru nú sameign allra þeirra, er nenna að lesa um

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.