Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 28

Sameiningin - 01.05.1920, Síða 28
154 hata hvíta menn. Nýja fylgd’armanninum þeirra hefir verið skipað að fara með þá fjallahrautina, inn í land Banketu- manna, og hann er á leiðinni þangað með þá nú.” Dan vissi vel hvað það myndi þýða fyrir kaupmennina að lenda í þeirri gildru, því inn í land Banketu-manna hafði aldrei komist nein siðmenning, hvað þá kristindómur. Að því héraði lágu á alla vegu fjöll og straumharðar ár og miklir skógar, svo að mjög erfitt var að komast til þeirra að þeim nauðugum; og auk þess 'höfðu þeir falið eitraða járngadda innan um laufið á öllum brautunum að þorpum sínum, svo að ókunnugir voru þar í mesta lífsháska. “En það er of seint, að reyna að ná þeim nú,” sagði Dan. “H'vers vegna sagðir þú mér ekki frá þessu undir eins, svo að eg hefði getað forðað mönnunum frá því að lenda í höndum þessara hræðilegu Banketu-mamna?” “pú getur náð þeim, ef þú flýtir þér mjög mikið,” svaraði svertinginn. “peir fara langan krók, af því að þeir eru með hesta, en þú getur stytt þér leið gegn um skóginn, og mætt þeim hjá gilinu. Flýttu þér” Og Dan flýtti sér meira en hann hafði nokkru sinni áður gjört á æfi sinni. Hann notaði lítinn áttavita, sem hann hafði í vasa sínum, til þess að halda réttri stefnu gegn um skóginn, og var svo heppinn að komast að gilinu klukkutíma áður en kaupmennirnir komu þangað, og geta varað þá við hættunni, sem yfir þeim vofði. Fylgdarmaðurinn hvarf undir eins og hann sá hvernig komið var. “Við förum heim með þér,” sagði Crane við Dan, sem hafði sagt honum frá trúboðsstöð læknisins, “ og hefjum heimferðina þaðan. Og það er sjálfsagt, að við tökum svertingjann með okkar, svo þú verður að fara með okkur þangað sem þú skildir hann eftir, ef þú ert ekki of þreyttur til að halda áfram. Mig langar að komast sem lngst héðan af þessum ólánsstöðvum áð- ur en við tökum okkur náttstað.” “Daginn eftir, þegar þeir komu að lundinum, var sverting- inn horfinn þaðan; annað hvort höfðu óvinir hans náð honum aftur á sitt vald, eða hann hafði sjálfur haldið áfram ferð sinni heim. peir héldu svo tafarlaust áfram til trúboðsstöðvarinnar og þar sýndi Dr. Weise þeim hina mestu gestrisni og lét fara eins vel um þá og honum var unt. “Hve mikill er kostnaðurinn við að starfrækja þessa stöð á ári?” spurði Crane hann, þegar hann var búinn að skoða alt og heyra söguna af fimm ára starfi ihans þar. “í fyrra fórum við að fást dálítið við búskap og fengum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.