Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1920, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.05.1920, Qupperneq 29
155 góða uppskeru,” svaraði Dr. Weise, “og þegar sá arður er tal- iun, myndu 800 dollarar í viðbót nægja. En áður en langt líð- ur ætti þetta fyrirtæki að geta borið sig sjálft—það er að segja ef hægt væri að kenna svertingjunum rétt verklag. En nú er ekkert fé til, svo að við verðum að hætta við alt, í bili að minsta kosti.” “Bíddu nú við, Dr. Weise,” sagði Cane; “þeir atburðir hafa gjörst þessa dagana, sem hafa fyllilega opnað augu mín fyrir því, hvílík blessun trúboðsstarfið er. Eg hefi aldrei áður haft neinar mætur á trúboði, því mér fanst það helzt vera til þess að eyða til ónýtis kröftum og peningum, sérstaklega hér, þar sem fólkið er á svo afar lágu menningarstigi. En það sem gamli svertinginn gjörði fyrir hann Dan, í þakklátsskyni fyrir góð- vild hans og hjálp, sýnir hvað kristindómurinn getur gjört fyr- ir þessa heiðingja. Eg ætla þess vegna að borga þér 800 doll- ara til þess að halda starfinu áfram eitt árið enn; eg gjöri það frá hagsmuna sjónarmiði, því þú bætir hugsunarhátt fólksins í þessu héraði og eg hefi margfaldan ábata af því, því eg er að búa mig undir að reka verzlun framvegis hér um slóðir. petta land er mjög auðugt, en það er engan veginn hættulaust fyrir hvíta menn að fara hér um. Halt þú áfram menningarstarfi þínu. Ef það hepnast vel, þá skal eg sjá um að ekki vanti fé til þess að halda því við, þangað til þú getur látið það bera sig sjálft. Áður en vika er liðin skal eitthvað af peningum vera komið til þín.” Augu læknisins fyltust tárum, og hann reyndi að þakka Crane fyrir höfðinglyndi hans; en hann gat engu orði upp kom- ið, — svo mikil var gleði hans. “Og hvað þessum efnilega og snarráða unga manni líður,” sagði Crane, og sneri sér að Dan, sem var engu síður hissa en læknirinn, “þá get eg haft gagn af honum við verzlunina, þeg- ar þú þarft hans ekki lengur við.” “Eg verð auðvitað að hjálpa lækninum fyrst um sinn,” sagði Dan; “en þegar 'hann er búinn að koma öllu í lag, skal eg feg- inn þiggja vinnu hjá þér.” Læknirinn lagði báðar hendur á herðar D-ans og sagði við hann, frá sér numinn af föögnuði: “Mikil blessun hefir þú verið mér og starfi' mínu, Dan! Eg held að eg hafi aldrei á æfi minni verið ánægðari en eg er nú, og það á eg að þakka trygð þinni við málefni trúboðsins.” Og Dan hefði líka gtað sagt það sama með sanni um sjálf- an sig, að aldrei hafði hann glaðari dag lifað. Hjarta hans

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.