Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1920, Side 31

Sameiningin - 01.05.1920, Side 31
157 1 1. Hvernig líkaði Samúel það, að Sál var hafnað? Hann var lengi sorgmæddur út af Sál (1. v.). 2 Hvað sagði Drottinn Samúel að gjöra? Hann sagði spámanninum að syrgja ekki lengur fráfall Sáls, heldur fara til Betlehem og smyrja einn af sonum ísaí til konungs. 3. Hver var ísaí? Hann var sonur Óbeðs, sonar þeirra Rutar og Bóasar. 4 Hvað gjörði svo Sam- úel? Hann kom til Betlehem og færði þar Guði fórn, eins og Drottinn hafði sagt honum, og bauð Isaí og sonum hans til fórnarveizlunnar. Voru þá synir ísaí, hver eftir annan, leidd- ir fram fyrir Samúel. 5. Hvað hét elzti sonurinn? Hann hét Elíab, og var fríður sýnum og mikill vexti. 6. Hvernig leizt Samúel á hann? Hann sagði við sjálfan sig: “Vissulega stend- ur hér konungsefnið frammi fyrir Drotni”. 7. En hvað sagði Guð um Elab? Guð sagði við Samúel: “Lít þú ekki á skapnað hans og !háan vöxt, því að eg hefi hafnað honum. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.” 8. Hvað margir af sonum ísaí voru leiddir fram fyrir Samúel? peir voru sjö, en Drottinn hafði engan þeirra kosið. 9. Hvað gjörði Samúel þá? Hann spurði, hvort þetta væri allir sveinarnir. ísaí sagðist eiga einn eftir, þann yngsta, sem stæði yfir fé. Hann hét Davíð. Sagði þá Samúel ísaí að senda þegar eftir honus. 10. Hvernig var Davíð útlits? Hann var ungur að aldri, rjóður, fagureygur og vel vaxinn. 11. Hvað var svo gjört, þegar Davíð kom? Drottinn sagði Samúel að smyrja hann til konungs, og þegar það var gjört, þá kom andi Guðs yfir Davíð. 12. Varð Davíð konungur þegar í stað? Nei, það leið langur tími áður en hann kom til ríkis. 13. Hvað lærum við af þessu? a. Við eigum ekki að eyða tímanum í sorg og þunglyndi, þegar illa gengur. Guð er ekki ráðalaus, þótt einhver af þjónum hans hafi brugðist. b. Fyrst valdi Guð til konungs þann mann, sem fólkinu gazt vel að (1. Sam. 12, 13). Sá maður reyndist illa. pá valdi Guð annan eftir sínu hjarta (1. Sam. 13, 14), og sá maður reyndist ágætur konungur. Hirðum ekki um óvingan manna, ef við getum þóknast Guði. c. Drottinn sagði ekki Samúúel þegar í stað, hvern af sonum ísaí hann ætti að smyrja til konungs. Hann birtir okkur ætíð vilja sinn smátt og smátt, ieiðir okkur fet fyrir fet á leið þeirri, sem við eigum að ganga. d. “Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.” Menn- irnir dæma manninn eftir fríðleik, atgjörvi, gáfum, en Guð met- ur okkur eftir því, hvort við eigum hreina og góða sál, eða ekki. e. Sál var að leita að ösnum, en Davíð að gæta sauða, þegar Drottinn kallaði hvorn um sig. Öll þörf vinna er heilög og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.