Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 7
39 missi, getr orðið að fögnuði lijartna, sem fæst við það, er þau fyllast af guði sjálfum; og sérhver hryggð, sem yfir oss kemr á lífsleið vorri, getr, ef vér höldurn oss í návist liins kæra drottins vors, breytzt í það, sem liryggðinni er andstœtt, og orðið uppspretta sælu þeirrar, sem engum getr á annan hátt hlotnazt. Indælt er að líta víðlendan komakr blaktanda í sumargolunni, bleikan sem gull og standanda í mesta blórna sínum; en til þess að sú dýrðar- sýn gæti komið fram varð áðr með beittum og fægðum plógskerum að fletta sundr grösugri grundinni, og vetrar- næðingarnir naprir og helkaldir að lemja á jarðveginum og mala hann í duft. Allar sorgir þínar, bróðir og syst- ir! og mínar alveg eins, breytast yndislega og snúast í fögnuð, ef við aðeins leggjum þær undir blessandi liendr drottins. II. Þarnæst skal í annan stað tekið fram um trúar- líf sannkristins manns, að fögnuðrinn, sem það liefir sér til aðal-einkennis, stafar af meðvitundinni um það, að auga Ivrists hvílir á honum. ,,Eg mun sjá yðr aftr, og lijarta yðar mun fagna.“ Annarsstaðar í skilnaðarrœðunni er þetta fyrirheit á annan veg orðað, einsog þá er drottinn segir: „Innan skamms, og þér munuð sjá mig (aftr).‘ ‘ Hér heldr Kristr fram hinni hlið hugsunarinnar, er hann segir: „Eg mun sjá yðr aftr, og hjarta yðar mun fagna.“ Þetta tvenns- konar orðalag, þarsem um endrfund lærisveinanna og hans er að rœða, bendir nú reyndar á hið sama—það, að sælan, sem þeim er fyrirheitin, stafi af engu öðru en sam- lífinu með honum. En orðalagið á hinum fyrra stað hef- ir þó annan blæ en á síðara staðnum, enda áherzlan á því samlífi önnur eftir því, frá hvoru sjónarmiðinu það er skoðað. Þá er hann seg'ir: „Þér munuð sjá mig“, leiðir hann athygli vora að oss og þeim skilningi, sem vér höfum á honum náð. En er liann segir: „Eg mun sjá yðr“, beinir hann athygli vorri að persónu hans og því, að hann horfir á oss. Með orðunum: „Þér munuð sjá mig“ er um það að rœða, að vér leggjum á stað á ef’tir honum og fáum í lionum fullnœgju. Með hinum orðunum: „Eg mun sjá yðr‘ ‘ er á það bent, hve fullkomlega hann þekkir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.