Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 12
44 „Sannlega, sannlega segi eg yðr.“ Þér getið treyst þessn einsog þér getið treyst mér, því allt, sem eg em, ábyrgist, að þessi orð mín sknli rætast. Vér getum því vel sagt, að Kristr setji sig sjálfan í sannleikseðii sínu í veð fyrir því, er hann hér gefr fyrir- heit um; og liafi einliver nokkurn tíma elskað Jesúm Krist og treyst lionum í sannleika, en ekki „glaðzt óum- rœðilegum og dýrðlegum fögnuði“ (1. Pét. 1, 8), þá niá fullyrða, að Jesús Kristr hafi ekki sagt einsog er. Hvernig stendr þá á því, að svo margir, sem kristna trú játa, lifa svo gleðisnauðu lífi sem þeir gjöra? Það stafar blátt áfram af því, að þeir fullnœgja ekki skilyrð- unum. Ef vér elskum liann og treystum honum af lijarta, ef vér þráum hann sem œðstu gœði vor, ef vér höfum fest augu vor á honum, þá mun hann eins víst og hann lifir og er sannleikrinn, láta sælu streyma inn-í sálir vorar—að sínu leyti einsog sjór með aðfalli veltir sér inn-í óhreina höfn, kemr á flot öllu, er þar hefir safnazt fyrir, og þvær svo leðjuna af leiru-botninum. Hafir þú, sem telr þig játanda kristinnar trúar, litla eða nærri enga reynd fyrir þessu, þá er það þín sök, en ekki hans. Þótt svo margir, sem kalla sig lærisveina hans, lifi að þessu leyti fagnað- arlausu iífi, þá varpar það engum grunsemdar-skugga á sannsögli hans; en urn það vekja þeir mjög sterkan grun, að þeir sé hreinskilnir, er þeir segjast trúa á hann. Er trú þín fagnandi ? Er fögnuðr þinn trúaðr? Þær tvær spurningar fylgjast að. Og ef vér getum ekki svar- að spurningum þessum í Ijósi því, er skín út-úr auga guðs, einsog' vér ættum að geta, þá láturn liin miklu fyrirheit, sem textinn kemr með, vekja samvizkur vorar og knýja oss fram til helgara lífs og meiri vilja-staðfestu, svo vér verðum nær frelsara vorum og drottni en áðr, sannkristn- ari menn. Sá maðr, sem er heill í kristindómi sínum, býr yfir stöðugum fögnuði. En hálfkristnu mennirnir eru marg- ir, og þeir hafa lítið af fögnuði drottins að segja. Hví skyldi nokkur af oss vilja berast fyrir niðrí miðri fjalls- hlíð undir þokubandi því, er þar liggr yfir, í stað þess að búa um sig uppá fjallstindinum í glóanda sólarljósi?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.