Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 9
41 oss. Þú liefir veitt hjarta mínu meiri gleði en mönnum veitist af gnœgð korns og víns“ (Sálm. 4, 6. 7). Líti menn til Krists, þá gjörir það meira en vega upp á móti gjörvallri sorg jarðarinnar og eyða henni. Líti Kristr hinsvegar af himni ofan til vor, þá fyllast hjörtu vor sól- arljósi. Tár allra þorna, er þeir og hann horfast í augu. Elskendum er það himneskr unaðr að liorfast í augu; og sé Kristr oss í raun og veru ástkær, þá verðr það mesta fagnaðarefni vort að horfast í augu við hann. Hugsum oss, að einhver gæti tekið nokkra sneið úr dauðraríkinu við norðr-heimskautið og fleytt henni suðr í hitabelti; þá myndi ísinn allr þar bráðna, liinn ömurlegi kuldablær á gráu loftinu hverfa, jörðin brátt fá yfir sig skínandi ljósábreiðu á þeim bletti þarsem allt var áðr autt og helbert, og litfagr ijómandi gróðrarreitr blasa við auga áhorfanda. Og fengjumst vér aðeins til þess að fœra oss á stöðvarnar suðrœnu, þarsem geislarnir frá sól réttlætisins koma yfir mann beint að ofan, þá myndi að sínu leyti eins vetrarkuldinn liverfa og nepjan af sorgum vorum verða að engu, en vorið með fögnuði sínum koma í staðinn. Ivristilegt trúarlíf er fullt fagnaðar, því Kristr, hinn eilífi kærleiks-brúðgumi sálna vorra, lítr inn- í hjartað, sem elskar liann og treystir honum. III. Gætum þess nú enn fremr, hvernig drottinn bendir á það, að fögnuðr lærisveinanna sé þess eðlis, að ekkert ofsóknarvald getr til hans náð, og að liann er ó- háðr öllu, sem kemr utan-að. „Enginn tekr fögnuð yðvarn frá yðr.“ Að sjálfsögðu er þar fyrst og fremst átt við mótspyrnu og beinan f jand- skap ofsóknarmannanna í heiminum, sem hinn litli læri- sveina-hópr átti mjög bráðurn að mœta augliti til auglits; og fullvissar drottinn þá hér um það, að hverju sem spilltr heimrinn, er liinn vondi hefir að verkfœri, kann að geta rænt frá þeim, þá skuli honum þó aldrei takast að svifta þá fögnuði þeim, er hann veitir þeim. En oss er óhætt að leggja enn víðtœkari merking í þau orð. Mikið af gleði vorri er auðvitað komið undir þeim, sem með oss eru, og liverfr jafnóðum og þeir eru úr aug- sýn vorri og vér eftir látnir í einstœðingsskap, þeim er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.