Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 18
50
arlaust, að ný-guðfrœðingar liafni hinni gömlu kenning
um innblástr ritningarinnar, og við það er kannazt, að
biblían sé að mörgu leyti óáreiðanleg; skekkjur sé margar
bæði í nýja testamentinu og gamla testamentinu. Upphaf
byltinga þeirra, sem orðið bafa á trúmálasvæðinu að því
er kemr til kasta íslenzku guðfrœðinganna, var hin svo
kallaða „hærri kritík'(, eða „vísindalegar biblíurannsókn-
ir“. Þá bjuggust menn ekki við, að upp-af þeim rann-
sóknum sprytti ný guðfrœði, og því síðr skildu menn það
þá, að „kritík“ þessi var í raun og veru ekki nema einn
angi af heilu kerfi nýrra kenninga, einn þáttr nýrrar
stefnu, sem breiddi sig rit-yfir allar kenningar kristin-
dómsins. Niðrstaða liinnar nýju stefnu viðvíkjandi
biblíunni er löngu orðin alkunn, og nýja guðfrœðin hefir
þegar svo greinilega gengið frá kenning sinni í því efni,
að hún getr nú gefið sig við hinum öðrum viðfangs-efnum
sínum; enda urðu þau efni bæði mörg og ervið, sem liún
hlaut að taka til meðferðar og „leiðréttingar“, er hún
hafði gjört ritningunni þau skil, sem hún gjörði. Við
þennan þátt nýju guðfrœðinnar liafa þeir hvað mest
lialdið sig ný-guðfrœðingarnir íslenzku, og þar liafa þeir
fylgzt bezt með. Sagt var oss það um árið, að ekki myndi
„rannsóknirnar“ raska nýja testamentinu, og ekkert væri
í húfi, þó gamla testamentið reyndist gallagripr. Nú er
þó komið að því, sem flestir sáu fyrir, að nýja testamentið
hefir fengið svipaða útreið og liið gamla. Vel og vand-
lega segir próf. J. H. frá villiun nýja testamentisins.
Setjum nú svo, að allt það sé satt og rétt og vér yrðum að
viðrkenna með ný-guðfrœðingunum, að margt og mikið sé
í ritningunni, sem rangt sé og villandi, og því geti biblían
engan veginn verið sú heimild, sem hún var meðan menn
trúðu því statt og stöðugt, að liún væri lieilög og óskeikul
bók; hvernig getum vér samt aðhyllzt þá kátbroslegu rök-
leiðslu prófessorsins, að við þetta hafi ritningin „grœtt“
og meira sé hana að marka nú en áðr Jú, hann segir það
sé sannað nú með fullri vissu, að Páll postuli hafi samið
Rómverjabréfið, Korintubréfin og Galatabréfið. Hvað
sem hinum bréfunum líðr, þá eru þessi bréf sönn og ekta.
Er það þá „gróði“ fyrir biblíuna, að sum ritin reynast
sönn, en sum ekki! Höf. segir, að guðspjöllin hafi enda