Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 6
38
myndum þeirra um krossinn og sambandi þeirra við hann?
Hvað var það, sem breytti lærisveinunurn, huglausum, án
vonar og fast að því komnum að falla frá guði, og gjörði
þá að hetjum og píslarvottum? Það var atburðr sá hinn
einstaklegi, sem páskahátíð kristinna manna heldr á lofti
— upprisa Jesú Krists. Þá er sú sögulega staðreynd
bœttist við sem ofanálag kvala-bikarsins, breyttist allt
svo, að úr því varð glóanda ljósliaf. Það var upprisan,
sem því olli, að dauði Krists, sem fyrst hafði sundrað
lærisveinum lians, tengdi þó við hann fastar en nokkurn
tíma áðr. Og hiklaust má segja, að nema því aðeins að
þessir fyrstu lærisveinar liafi verið óðir menn, er ekki
unnt að gjöra sér grein fyrir brevtingunni, sem á þeim
varð á einum f jörutíu og átta klukkustundum, með neinu
öðru en hinu yfirnáttúrlega undri—upprisu drottins Jesú
frá dauðum. Fyrir þann atburð varð skýið dimma að
lýsanda eldstólpa. Út-af þeim dásamlega atburði snerist
hryggðin í fögnuð. Sá hinn sami dauði, sem áðr—á und-
an upprisunni—varpaði dimmum hjúp yfir liimininn og
liuldi jörðina líkklæði, liann varð síðar að fagnaðar-upp-
sprettu — því með upprisunni var skýinu feykt á burtu
og sólin blessuð skein á heiðum liimni. Dáinn Kristr
varð söfnuði lians orsök örvæntingar; en dáinn Kristr og
frá dauðum up])risinn gjörir söfnuð lians sigri lirósanda,
því hann er Kristr sá, sem dó og lifir um aldir alda.
En nú skal á það minnt, um leið og efni þetta verðr
víðtœkara í liuga vorum, livernig fagnaðar-mál það, er
beinlínis og sögulega á við upprisu drottins vors, má rétti-
lega fœra svo út, að það nái til sorga og mótlætis-reynslu
allra guðelskandi manna og lieimfœrist á því svæði út í
yztu æsar. Sorgin er aðeins byrjunar-stig, en þá tekr
við annað liærra stig—fullkomnunar-stigið, þarsem sorg-
in hefir ummyndazt og orðið að fögnuði. Sérlivert
þrumuský hefir í för með sér regnboga, sem felst í djúpi
jtess og birtist við það, er sólin snertir það með geislum
sínum. Fögnuðr vor á fegrsta og fullkomnasta stigi er
ávallt ummynduð sorg. Ilryggð iðrandi lijartna verðr að
fögnuði barna, sem fengið liafa fyrirgefning; liryggð
hjartna, sem sárt liafa fundið til tómleiks út-af ástvina-