Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 16
48
Er ekki postullega trúarjátningin t.a.m. útlistun guðfrœð-
innnar á fagnaðarerindi Krists? Og er og getr nýja guð-
frœðin verið nokkuð annað en útlistun á fagnaðarerindi
Jvrists? Hún leggr sinn skilning í fagnaðarerindið, sá
skilningr er liennar frœði—guðfrœði. Að nýju guðfrœð-
ingarnir einir hafi fagnaðarerindi Krists meðferðis og
hafi því „það, sem betra er‘ ‘ en aðrir, nær engri átt. Lát-
um vera, að skilningr eldri guðfrœðinga hafi verið svo og
svo hágborinn á fagnaðarerindinu; allir vita þó, að guð-
frœði þeirra var einungis útlistun á því. Og þó nýju guð-
frœðingunum finnist nú mikið til um fáfrœði hinna eldri,
þá ætti þeir þó ekki að láta mikið yfir sér heldr, þarsem
þeir ekki eru vissari í sinni sök en þeir segja, og búast við,
að sínar skoðanir falli með tímanum.
Þyki „fagnaðarerindi Krists“ of rúmt, þa aðhyllast
ný-guðfrœðingar „fjallrœðuna“, og þyki hún of rúm,
þá „faðir-vor“ aðeins — segir höf. Er ekki hér hugsað
aftr-á-bak? Hann á víst við, að þyki fagnaðarerindið of
þröngt, þá fjallrœðan, og reynist hún of þröng, þá faðir-
vor. Hann vill víst segja, að allir ný-guðfrœðingar geti
ekki viðrkennt allt fagnaðarerindið; fleiri geti aðhyllzt
fjallrœðuna, og allir faðir-vor. Þarsem flestir komast
fyrir er rýmzt, en þarsem fæstir geta komizt fyrir er
þrengst. Og þegar maðr hefir svona greitt úr hugsunar-
flœkjum höfundarins, kannast maðr við, að þetta megi til
sanns vegar fœra. Það kemr líka heim við það, sem
reyndist á alþjóða trúarbragða-þinginu í Chicago árið
1893. Þar voru saman komnir fulltrúar sem næst allra
trúarbragða í lieimi, og það reyndist tvennt, sem allir
gátu játað og liaft um liönd. Annað var „faðir-vor“, en
hitt var sálmr Newman’s kardínála „Lead,Kindly Light!“
(‘Skín, ljósið náðar!‘). Svo rúmt er ‘faðir-vor’, að hver
einasta sál, sem trúir tilveru einhvers guðs, getr gjört það
að trúarjátning sinni. Ef ný-guðfrœðingar eru ánœgðir
með ‘faðir-vor’ eitt sem trúarjátning sína, þá geta þeir
átt trúarlegt heimili með Únítörum og Oyðingum, Tyrkj-
um og Kínverjum. Sú blessaða bœn er jafn-víð einsog
himinhvelfingin, en hún er engan veginn hið eina eða alit
það, sem Jesús kenndi. Trúarlærdómar Krists og læri-
sveina hans koma þar raunar alls ekki til greina. Þar er