Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 13
45 Aðeins að klifrast liærra upp—upp-í birtuna, sem leggr af andliti hans. -----o------ Nýja guðfrœði Jóns próf. Helgasonar. Það hefir lilotið að vera mörgum tilhlökkunar-efni, er Jón prófessor Helgason fœrðist það í fang að rita í blaðið 'lsafold’ „Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfrœðilegu sjónarmiði“. Menn gjörðu sér þá í hugarlund, að nú birtist íslenzkum almenningi nákvæm skýrsla yfir niðr- stöðu þá, sem hin nýja guðfrœði liefir komizt að viðvíkj- andi þeim megin-atriðum kristinnar trúar, sem liún liefir fjallað um. Menn máttu vænta þess, að gnðfrœða-kenn- ari þessi segði nix löndum sínum frá gjörbreytingum þeim, sem fyrirliðar liinnar nýju stefnu liafa gjört á öllu trúar- kerfi kirkjunnar, og þá sérstaklega, að skýrt yrði greini- lega frá þeirri breyting á afstöðunni við Jesúm Krist, sem nú er aðal-umrœðuefni nýju guðfrœðinganna í öðrum löndum. Það er hvort sem er farið að kvisast jafnvel til Islands, að stórkostleg breyting sé orðin á skoðun manna á persónu frelsarans. Séra Mattías Jokkumsson liefir með ritgjörð sinni í „Eimreiðinni“ nafngreint fjórtán eða fimmtán helztu menn nýju guðfrœðinnar í ýmsum lönd- um, sem fastlega haldi því fram í einhverju merkasta riti samtíðar vorrar, að Jesús Kristr hafi verið einungis maðr sem vér, auðvitað gœddr frábærum andans yfirburð- um. Og þeir allir, sem lesa bœkr og rit nýju guðfrœðing- anna, vita, að umbœtrnar snúast lang-mest um þetta eitt: persónu frelsarans. Enda hafði það verið sag't fyrir, að þangað myndi lenda, og er það nú komið fram. Háttvirtr prófessorinn hefir að því leyti bakað oss vonbrigði, að liann, annaðhvort af því að hann er ekki sem skyldi kunnugr nýju guðfrœðinni, ellegar af því hann álítr landa sína ekki því vaxna að lieyra allan sannleik- ann, segir ekki nema undir og ofan-af frá byltingunum, sem orðnar eru. Þessar ‘ Isafoldar ’-ritgjörðir próf. J. H. hefði getað skoðazt all-tímabærar fyrir tíu til tuttugu árum, en nú eru þær langt á eftir tímanum, svo óðfluga liefir þróunar-saga nýju guðfrœðinnar gjörzt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.