Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 19
5i
.grœtt stór-mikið á rannsóknunum. Að sönnu verði drætt-
irnir færri, sem blasa við oss, af mynd frelsarans nú, en
drættirnir í liinni eldri mynd frelsarans, sem menn höfðu
búið sér til eftir guðspjöllunum vísindalega órýndnm.
Það gróði, að dráttunum í mynd frelsarans hefir fækkað!
Eftir þessum reikningsreglum yrði maðr því ríkari sem
maðr tapaði meiru. Hvar skyldi sá banki lenda, sem
stjórnað væri eftir þessum reglum ? Setjum svo aftr, að
þetta reynist satt, að biblían verði að játa sig að mörgu
leyti skakka og óáreiðanlega; en teljum henni það ekki til
gildis, að liún er víða skökk og óáreiðanleg. Játum það
einsog menn, að vitanlega getr hún ekki verið oss allt það,
sem hún áðr var, síðan svona komst upp um hana. En
sættum oss þá líka við það að hafa einungis ófull-
komið manna orð að bera fyrir oss, og' gjörum oss sem
mest gagn af því, sem vér getum, en verum ekki með slíkt
barnahjal sem það, er nú var sagt frá. Eða livaða óyggj-
andi vissa er fyrir því frá sjónarmiði nýju stefnunnar, að
þetta, sem eftir er af ritningunni, reynist nú áreiðanlegt?
Má ekki búast við, að enn geti komið fram sannanir fyrir
því, að eitthvað af því, sem nú er talið sannsögulegt í biblí-
unni, reynist ekki lialdbetra en sögur nýja testamentisins
um fœðing og upprisu frelsarans og annað það, sem nýju
rannsóknirnar hafa fellt um kol 1 ? Er það víst, að vit og'
lærdómr guðfrœðinganna nýju sé það óskeikulli en ritn-
ingin, að nokkuð sé til frambúðar á því byggjandi, sem
þeir segja að áreiðanlegt sé? Þeir segja líka sinn hvað
um það, liverju trúa megi af því, sem í ritningunni stendr,
og- hverju verði að kasta burt sem óáreiðanlegu og vill-
andi. Ekki er því með þessu neitað, að þeim geti þótt
vænt um biblíuna, sem ekki hafa gömlu trúna um hana.
Hún er þeim kostum búin, sú bók, að allir óspilltir menn
láta sér þykja vænt um hana og menn verða hugfangnir af
efni liennar, líka þeir, sem ekki eru kristnir. En ekki er
liún þá að eðli sínu nein sú heimild, sem vitna má til um-
rfram aðrar bœkr. (Meira.)
B. B. J.