Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.04.1913, Blaðsíða 24
56 kl. 8 á kvöldin. En ekki lét hann þaS fæla sig frá því að leita sér menntunar; því fróðleiksþorstinn var óslökkvandi. Hann hafði bók- ina sína opna á spunavélinni, og hvenær sem hann mátti líta af verkinu, var hann kominn í bókina og reyndi að lesa eina eða tvær setningar í einu. Og eftir 14 klukkustunda dagsverkið varði hann kvöldstundun- um til þess að ganga í kvöldskóla; og svo þegar hann var kominn heim til sín, sat hann við að lesa latínu, þangað-til móðir hans kom og slökkti á kertinu hans. Alla daga, sem hann átti frí, var hann útá landsbyggð að skoða og rannsaka blóm og steina, og las allt, sem hann náði í, af bókum um náttúrufrœði. Hann gekk oft langar leiðir á þessum rannsóknarferðum sínum, og við það hertist líkami hans; það varð honum góðr undirbúningr undir ferðalögin miklu um óbyggðir Afríku, sem lágu fyrir honum seinna. — Ef unga fólkið, sem nú er að alast upp, hefði vit á að fara eins vel með tímann og þessi ungi piltr, þá yrði færra af slæpingjum á strætunum, en fleira af sönnum dugn- aðar- og gæfumönnum. Vel notuð œskuár bera ávöxt alla æfi. Þegar Livingstone var rúmlega tvítugr, var kaup hans við verk- smiðjuna orðið svo gott, að hann gat veitt sér það, sem hann hafði lengi þráð, að ganga á háskólann í Glasgow. Hálft árið vann hann i verksmiðjunni, og lifði svo af kaupinu hina sex mánuðina við háskój- ann, en varð samt að gæta hinnar mestu sparsemi. Tvo vetr var hann þar við nám, og lagði stund á grisku og læknisfrœði, og lærði líka dá- lítið í guðfrœði. Seinna vetrinn, sem hann var þar, fastréð hann að gjörast heið- ingjatrúboði. Hann bauð „London Missionary Society“ þjónustu sína, því honum féll bezt stefnuskrá þess félags. Boð hans var þegið, og haustið 1838 fór hann til London, til að ganga þar undir próf hjá stjórnarnefnd félagsins. Það þekkingarpróf stóðst hann, og var svo sendr til prests í Essex til að vera hjá honum tveggja mánaða reynslu- tíma og venjast við að prédika. Ekki tókst það sem bezt. Einn sunnu- dag var hann sendr í eitt lítið þorp til að prédika þar. Hann las text- ann sinn; en meira fékk söfnuðrinn ekki í það sinn, því hann tapaði sér, og rœðunni, sem hann hafði tekið saman, var alveg stolið úr minni hans. „Vinir mínir! eg hefi gleymt öllu, sem eg ætlaði mér að segia“ —sagði hann, tók hattinn sinn og flýtti sér út-úr kirkjunni. Það er því ekki að furða, þó-að prestrinn gæti illa mælt með Livingstone við trúboðsfélagið, enda var honum líka fundið það til foráttu, að hann væri seinn og klaufalegr að biðjast fyrir með öðrum. Samt sem áðr var reynslutíminn lengdr um aðra tvo mánuði, og að þeim tíma liðnum var hann tekinn í þjónustu félagsins, og fór þá undireins til London aftr, til þess að ljúka við læknisnám sitt. — Að því loknu var hann vígðr 20. Nóvember 1840, 27 ára gamall, og 3 vikum seinna lagði hann á stað til Suðr-Afríku. II. Fyrsta ferðin. Fimm mánuði var hann á leiðinni til Afríku. Og undireins og hann var þangað kominn, lagði hann á stað á uxa-vagni til Kuruman, þarsem Robert Moffat, trúboðinn frægi, hafði aðsetr; það var 700

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.