Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1914, Síða 6
unum, sem á loft var haldið í söfnuðunum vestrœnu fyr- ir skemmstu samfara því, er drottni var þakkað fyrir fœðing Hallgríms Pétrssonar fyrir þremr öldum, og svo sitthvað annað, sem síðan llefir fœðzt út-af liugsunum þeim, eða að minnsta kosti er þeirn nátengt. Ekki er svo vel, að menn viti nú, hvern dag’ Hall- grímr var í heiminn borinn, jafnvel ekki í liverjum mán- uði. Aðeins er oss kunnugt uin fœðingar-ár hans. Láti þá Islendingar það verða sér bending um að halda af- mæli liins mikla manns allt þetta ár, að minnsta kosti héðan í frá og langt fram-á haust, þá er 240 ár verða lið- in frá greftrunardegi lians—31. Október. Hallgrímr Pétrsson er maðr seytjándu aldar. Á þeirri öld, sem að sumu leyti hefir þótt og þykir einkver dimmasta, ömurlegasta og ófrýnilegasta öld, er runnið hefir upp yfir ísland, ieiðir drottinn algóðr og alvitr fram á fóstrjörð vorri þennan sterkasta vott trúar vorr- ar, kveikir þetta bjartasta andlega ljós í íslenzku þjóð- lífi. Ilann fœddist 1614. Hvar á íslandi vita engir ná- kvæmlega. Skagfirðingr var liann, en hvort fœðingar- staðrinn er Grröf á Höfðaströnd eða Hólar í Hjaltadal —- biskupssetr Norðlendiuga—er með öllu óvíst. Foreldrar Hallgríms—þau Pétr Guðmundsson og Sólveig' kona hans —bjuggu í Gröf áðr en þau fluttust á biskupssetrið við það, er Guðbrandr bisku}) Þorláksson gjörði Pétr, sem var honum náskyldr, að hringjara við dómkirkjuna. En það er ókunnugt, hvort þessi sonr þeirra var þá fœddr. Og flest er óljóst um œsku Hallgríms. Líklegt er þó, að hann hafi byrjað nám í Hóla-skóla. En fráleitt var liann nema örskannnt kominn á námsskeiðinu þar, þá er hann fyrir einhverjar ókunnar ástœður var látinn fara iit-í lieim—til GKickstadt í Danmörku, og þaðan til Kaup- mannahafnar. Að liann liafi verið rekinn úr Hóla-skóla fyrir g'jálífi og síðan látinn fara utan varð endr fvrir löngu íslenzk þjóðtrú, sem þó engar reiður er á að henda. Það, sem vér fyrst vitum um Hallgrím erlendis með full- kominni vissu, er það, að árið 1632 tekr Brynjólfr Sveins- son, sem síðar varð biskup í Skálholti, sveininn að sér,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.