Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1914, Page 9

Sameiningin - 01.03.1914, Page 9
5 á þeim æfiferli, má engimi lilaupa hugsunarlaust. Hami er þá—í dýpstu niðrlæging sinni, með sársauka iðrun- arinnar í blœðanda hjarta út-af synda-afglöpum liðinnar tíðar—staddr í sporum glataða sonarins, sem Jesús sýn- ir í hinni miklu dœmisögu, þá er hann í volæði sínu hinu mesta sneri huganum með söknuði og sárri þrá heimleiðis og tók þann ásetning að hrjótast gegnum alla örðugleika heim til föðurliúsanna. Svona stóð á fyrir Hallgrími, er Brynjólfr Sveinsson, þá orðinn yfirmaðr íslenzkrar kristni í Skálholts-biskupsdœmi, fann hann—þennan týnda son—í annað sinn, að sumu leyti enn lengra leidd- an í öfuga átt en áðr, er hann fann hann hjá járnsmiðn- um danska, en að öðru leyti sakir hinnar djúpu iðrunar betr til þess búinn að gjörast þjónn Jesú Krists liins krossfesta, og helga lionum líf sitt að fullu og öllu þaðan í frá. Árið 1644—þrítugr að aldri—tekr Hallgrímr Pétrsson prestsvígslu hjá Brynjólfi biskupi. Örskammt frá kotinu, sem II. P. hafði búið í síðustu árin, var honum búið starfsvið. Hvalsnes, sem nú lengi liefir verið smá- partr af Útskála-prestakalli, er „brauðið“, sem lionum var veitt. Hve fráleitt og ömurlegt það er að nefna prestaköllin ,,brauð“ sést ef til vill aldrei eins skýrt og þá er hugsað er um það í sambandi við Hallgrím Pétrs- son. Því sannarlega getr „brauð“-liugsanin ekki ráðið hjá neinum, sem gengr inn-í kennimanns-embættið í kirkju Krists upp-á jarðneska afkomu-von í slíku presta- kalli. Og þótt hann bjargaðist í hinni nýju stöðu, að því er daglegt brauð snertir, og fram-yfir það eftir að honum var veitt hið miklu álitlegra prestakall, Saurbœr á Ilvalfjarðarströnd, 1651, ]>á var þó aðal- hugsan hans frá prestvígslunni algjörlega bundin við embættið heilaga, er hann hafði að sér tekið, hvernig hann bezt og fullkomnast gæti þjónað drottni Jesú. Hallgrímr Pétrsson var skáld frá uppliafi, skáld í víðtœkustu merking orðsins, maðr til þess búinn að vrkja um sérhvað eina, er fyrir kom, frábærlega ljóðhagr andi. Fáein veraldleg kvæði eftir hann hafa varðveitzt. Þau sýna til fullnustu, live létt honum var um rím og live skáldlegr hann var í innsta og dýpsta eðli sínu. Má þar

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.