Sameiningin - 01.03.1914, Page 12
8
klipptr sundr. Á spázíunni út-frá upphafi vers þessa í
Passíusálminum stendr í liinni vönduðu útgáfu dr. Gríms
Thomsen’s: Augustín, vafalaust eftir eiginliandar-riti
Hallgríms Pétrssonar. Það bendir til þess, að höfundr-
inn hefir viljað, að landar sínir vissi ávallt, að þessa bibl-
íu-skýring liafði hann frá kirkjuföðurnum mikla Ágúst-
ínus. En það dregr ekki neitt úr spádómsgáfu Hallgríms,
því aðeins undir leiðslu heilags anda myndi hann hafa
leitað og fundið þennan sannleik í þeirri átt.
Andláts-sálmar Hallgríms Pétrssonar eru í rauninni
flokkr út-af fyrir sig, og að sumu leyti það, sem lijartnæm-
ast og dvrmætast er af öllum ljóðum hans. Ekki aðeins
þeir tveir sálmar, sem beint eru svo nefndir í ritverkum
hans: „Herra Jesú! eglirópa’ á þig“ og „Guð komi sjálfr
nú með náð“, lieldr líka bœnarsálmrinn langi og mikli
með fyrirsögninni XJm kristilega burtför: „Enn ber eg
andar kvein upp-til guðs hæða“. Oss finnst jafnvel
ineira varið í þessi þrenn Ijóð en allt annað eftir H. P.,
ef til vill fyrir þá sök, að sá, er þetta ritar, hefir aldrei
vitað sig eins nálægt dauðanum og drottni og nú einmitt.
H. P. þjónaði Saurbœjar-prestakalli einn til 1667;
þá fékk hann aðstoðarprest, því heilsan var þá óðum að
bila. Hann gekk með hræðilegan sjúkdóm—líkþrá eða
holdsveiki—hin síðustu ár æfinnar. Fluttist frá Saur-
bœ, að Kalastöðum 1667, og þaðan 1671 að Ferstiklu; þar
dó hann í drottni 27. Okt. 1674 og var greftraðr á refor-
mazíónar-daginn hinn 31. fyrir kirkjudyrum í Saurbœ,
en eftir að kirkja sú var stœkkuð hafði legstaðr hans
lent innan kirkju.
Svo sem að framan hefir verið tekið fram er það á
einhverri dimmustu og raunalegustu eymda-öld Islands
að drottni þóknast að gefa þjóð vorri og kristni þennan
inann—lang-stœrsta ljósið í sögu kristinnar trúar hjá þjóð
vorri, og lang-dýrmætasta ritliöfund Islands bæði að
fornu og nýju. Þarmeð verðr þá þetta drottinlega stór-
menni þessarri öld og' öllum slíkum öldum tákn þess frá
guði, að annað er meira virði—margfalt meira virði—en
veraldlegar framfarir og vaxandi lífsnautn jarðnesk,
og tákn þess jafnframt, að kristindómrinn byrjar æfin-
Jega á liinum lágu stöðvum mannlegs lífs.
Vel fer á því, að Hallgrími Pétrssyni sé líkt við hina