Sameiningin - 01.03.1914, Síða 19
Passíusálmar Hallgríms Pétrssonar.
„Frá því barniS biSr fyrsta sinn
blítt og rótt viS sinnar móSur kinn,
til þess gamall sofnar síSstu stund
svala IjóS þau hverri hjartans und.“
Matt. Jokk.
Ó-íslenzkt er heiti Passíusálmanna og mörg eru í
þeim útlend orð og óviðkunnanleg, ef annarsstaðar væri,
og samt eigum vér ekkert til, sem íslenzkara er en sálmar
þessir. Svo íslenzkt er hið heita hjarta Passíusálm-
anna, að það fær ekki hærzt nema í íslenzkum barmi.
Þeir fá aldrei notið sín í þýðingum á aðrar tungur. Þeir
eru sérstök náðargjöf, sem guð hefir gefið vorri þjóð út-
af fyrir sig—guðlegr gimsteinn greiptr í íslenzkan baug.
Það borgaði sig að viðhalda móðurmálinu, þó ekki væri
til annars en að geta notið Passínsálmanna.
Ekki fyrir það, að Passíusálmar hafi ekki orktir
verið víðar en á Islandi. Passíónar-ljóð, eða sálmar út-af
píslarsögu Krists, hafa orkt verið í öllum áttum kristn-
innar, og í samtíð Hallgríms Pétrssonar var mikil rœkt
lögð við þá tegund sálmagjörðar í öðrum löndum. Eru
sumar passíónir þær stórkostleg sönglistaverk, en sumar
eru helgir leikir, er sýndir voru á leiksviðum. Samt er
það fróðra manna mál, að Passíusálmar vorir beri af öll-
um slíkum listaverkum, bæði að formi og anda. Um það
farast hr. Jónasi Jónssyni, söngfrœðingi, þannig orð í
Almanaki Þjóðvinafélagsins 1914: „Sálmar Hallgríms
Pétrssonar eru, ef til vill, þau ýfirgripsmestu, fullkomn-
ustu og vönduðustu Ijóð, sem nokkurn tíma hafa orkt
verið út-af píslarsögu Krists.“ Svipað álit lætr í ljós
hinn lærði maðr, dr. Jón Þorkelsson, í sama riti, er hann
kemst svo að orði: „Það er víst nokkurn veginn ágrein-
ingslaust, að Hallgrímr Pétrsson sé ekki aðeins öflug-
asta, stórfelldasta og andríkasta skáld kristninnar á Is-
landi, heldr standi liann jafnfœtis helztu liöfuð-skáldum
heilagrar guðs kristni livar sem er á öllum tímum.‘ ‘
Ágreiningslaust mun það vera, að ekkert, sem frum-
samið hefir verið á íslenzka tungu, liafi liaft jafn-mikil