Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 20
i6
og jafn-blessunarrík áhrif á þjóðina einsog Passíusálmar
H. P. Það er gleðilegt aS minnast þess, aS bæSi höfuS-
sálmaskáld íslenzkrar kristni, sem nú eru uppi á þriggja-
alda-afmæli H. P., Valdemar biskup Briem og Mattías
Jokkumsson, liafa lýst yfir því tvímælalaust. Um þaS
ritar Briem biskup meðal annars á þessa leið: „ÞaS
hygg eg, að óhætt sé að fullyrða, aS engin bók á íslenzkri
tungu—að fráskilinni heilagri ritningu—hefir liaft jafn-
mikil og jafngóð góð áhrif sem Passíusálmar séra Hall-
gríms“ (Alm. Þjóð. 1914). Og um Passíusálmana segir
séra Mattías: „MeS þessu meistaraverki auðnaðist þess-
um staka andans manni að eftirláta þjóð sinni einmitt
það forðabúr, sem hún mest þurfti, og get eg ekki ann-
að en kannazt þar við afskifti guðlegrar forsjónar“ (N.
Kbl.., 1914,3).
Álitamál kann þaS að vera, hvort Hallgr. Pétrsson
hafi orSið fyrir áhrifum frá samtíðar sálmaskáldum er-
lendum, eða þá hve mikil þau álirif hafa verið. SamtíSa
honum voru tvö liöfuð-skáld lúterskrar kristni, Gerhardt
á Þýzkalandi og Kingo í Danmörku. 1 formála fyrir Sálm-
um og KvæSum Hallgríms Pétrssonar, B.vík 1887-1890,
víkr dr. Grímr Thomsen að því, að H. P. muni liafa verið
kunnugr sálmum Gerhardts og hafi sumsstaðar stælt
eftir þeim. Nú þykja þó fullnaðar-líkur fyrir því fundn-
ar, að þeir sálmar H. P., sem einna mest svipar, einkum
að upphafs-orðum, til sálma eftir Gerliardt, hafi orktir
verið fyrr en þýzku sálmarnir, eða að minnsta kosti áðr
en H.P. gat hafa átt kost á að kynnast þeim. Og að því er
til Passíusálmanna kemr; mun óhætt að telja þá að öllu
leyti frumsmíði íslenzkrar sálar.
Passíusálmarnir voru fyrst prentaðir árið 1666, og
fyrir lok seytjándu aldar höfðu þeir þegar verið gefnir
út fimm sinnum; svo miklum vinsældum áttu þeir að
fagna frá upphafi. SíSan hafa þeir prentaðir verið ótal
sinnum, og er síðasta útgáfan frá 1907. Snemma voru
tilraunir gjörðar til að þýða Passíusáhnana á aðrar
tungur, einkum latínu og þýzku. Jón biskup Vídalín
byrjaði að þýða þá á latínu, og liélt því verki hans áfram
Jón Þorkelsson Skálholts-rektor, en bæði þau þýðinga-