Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 21
i7 brot eru glötuð. Á 18. öld voru gjörðar tvær latneskar þýðingar á sálmunum í keilu lagi, og haf a þær þýðingar varðveitzt. Önnur sú þýðing er eftir séra Kolbein Þor- steinsson, liin eftir séra Hjörleif Þórðarson, báðar gefn- ar út á prent í Kaupmannahöfn: 1778 og 1787. Þýzku þýðingarnar frá 17. öld hafa glatazt. Á dönsku hefir Brandt prestr í Kaupmannahöfn þýtt allmarga sálma H. P., og hafa sumar þeirra komizt inn-í dansk- ar sálmabœkr. 1 fyrra kom út þýðing á ensku á tólf Passíusálma-brotum eftir hr. C. Venn Pilcher, prest :í Toronto. Hversu mikið sem vandað er til þýðinganna, má þó óhætt halda fram því, sem í upphafi var sagt, að svo sérkennilega íslenzkt sé bæði form og andi Passíu- sálmanna, að þeir geti aldrei notið sín til fulls á öðru tungumáli en íslenzku. Efni þessarra dýrmætu Ijóða er, einsog allir vita, frásaga nýja testamentisins um pínu og dauða Jesú, sem byrjar með því að drottinn vor gengr að loknum lofsöngnum ásamt postulunum úr kvöldmáltíðar-borð- salnum út-í grasgarðinn, og endar þegar líkami Jesú eftir dauðann á krossinum liefir lagðr verið í gröfina og varðmennirnir settir til að gæta hennar. Sálmarnir eru 50, og er þar þrautaleið frelsarans rakin spor fyrir spor með mestu nákvæmni. En jafnframt hinni beinu frá- sögu er hvarvetna vikið að heilögum spádómum úr guðs orði hins gamla sáttmála, er um efnið hljóða, og orða og atvika guðlegrar opinberunar, sem við píslir Krists eru að skýrast og rætast. Sumar biblíu-skýringarnar bera vott um ekki lítinn lærdóm, og meðferð trúar-atriðanna er ávallt í fyllsta samrœmi við kenning guðs orðs. Eng- um getr dulizt, að hinn mikli kraftr Passíusálmanna er kominn beint úr guðs orði, og dvínar því aldrei kraftr þeirra, hve margar aldir sem líða. Áðal-myndin á þessu meistaralega málverki, er mynd hins líðanda þjóns guðs (Esaj. 53.), mynd hins kvalda og krossfesta mannkynsfrelsara. Þessarri heilögu krossmynd hefir H. P. þrýst svo fast á íslenzk lijörtu, að vendir vantrúar- innar fá aldrei sópað henni burt, og aðal-hugsun H. P. er sífellt þetta: Þetta allt hefir frelsarinn liðið fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.