Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 22
i8 mig og mína synd. Rauði þráðrinn í Passíusálmunum er þessi hugsun, sem fram kemr þegar í inngangs-vers- unum: „Jesús er kvalinn í minn stað.“ En svo að segja samhliða mynd þessarri af píndum frelsaranum, sem af fórnfúsum kærleika tekr á sig bölvun mannsins, er mynd sjálfs liins synduga manns, sem aumr, en iðrandi fómar höndunum upp til krossins og biðr guð að fyrirgefa sér sökum blóðfórnarinnar á krossinum, er maðrinn tileink- ar sér í trúnni. Og svo er áframhaldandi hjartans sam- tal milli hans, er á krossinum framber sjálfan sig sem heilaga friðþægingar-fórn eftir guðs sáluhjálplegu ráði, og hins, sem fórnina þiggr og fyrir hana frelsast; hjart- ans brennandi þakklæti til Jesú, lofgjörð og hœn, en al- varlegar og átakanlegar áminningar til hins endrleysta syndara um að taka sér Jesúm til fyrirmyndar og lifa fögru og flekklausu lífi til dýrðar frelsara sínum og öðrum mönnum til nytsemdar, þola raunir lífsins með undirgefni undir vilja guðs og bíða lausnar sinnar úr lieimi þessum með gleðiríkri eftirvænting eilífrar dýrðar hjá Jesú. Á ýmsan hátt geta menn, ef til vill, sundrgreint kenningar Passíusálmanna sér til hœgðarauka. Mér hefir virzt, að þeir skifti sér eftir efni aðallega í þrjá flokka, sem svo aftr sundrliðast sjálfir, og myndi eg setja sem yfirskrift flokkanna: (1) Trúarkenningar. (2) Siða- lærdómar. (3) Bœnir. Trúarkenningarnar eru aðallega í tveim íiokkuin og og hljóða um: (a) Friðþæging Krists og (b) Synd mannsins. Nú skulu tilfœrð nokkur sýnishorn friðþægingar- kenningarinnar einsog hún er í Passíusálmunum: „ÞaS gjald fyrir mína misgjörö er meira vert en himinn og jörö; hans sorg, skjálfti og hjartans pín lijá guöi er eilíf kvittun mín.“—II„ 15. „Guös reiði-ekl og eilíft fár útslökktu’ og lægðu herrans tár.“—III., 6. ,,í Adams broti var blóðkuld gjörð, bölvún leiddi það yfir jörð;

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.