Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 29
25 vel að biðja. Ekki hefir til þessarrar tíðar verið talandi barn bjá þjóð vorri, sem ekki hafi eitthvert bœnarorð knnnað eftir H. P. Næst lýsingunni á kærleika guðs í friðþægingar-dýrðinni er bœnarmál Passíusálmanna trú- nðnm manni líldega hjartfólgnast. Bent skal á nokkur hin dýrmætustu þeirra orða: „Vaktu, minn Jesú! vaktu’ í mér“ (4, 24); „Krossferli’ að fylgja þínum“ (11, 3); „Hveitikorn þekktu þitt“ (17, 27); „Hafðu, Jesú! mig í minni“ (30, 14); „Allra síðast þá á eg hér“ (34, 11); „Gefðu, að móðurmálið mitt“ (35, 9); „Vertu, guð faðir! faðir minn‘ ‘, og öll þau dýrðlegu vers í 44. sálminum, og ótal-mörg fleiri. Það er ekki ofsagt um kraft bœnarinnar í Passíu- sálmunum, sem Mattías Jokkumsson hefir sagt í nýlega prentuðu erindi um Hallgrím Pétrsson: „Ekki löngum tíma eftir aö sálmar þessir höföu náö inngöngu á hvert heimili á íslandi, hófust—1690—hin voðalegustu hallæris- og rauna-ár, sem nálega eyddu þetta land, og fám árum eftir kom stóra bólan. Meö vers séra Hallgríms á vörum—vers likt og: „Gegnum Jesú helgast hjarta", eöa bœnaversin: „Vertu, guð faöir! faðir minn“ o. s. frv., hneig hiö bjargþrota fólk í faöm dauöans; með þessum ný- orktu, guölegu hendingum signdu mœðrnar börnin hungrmorða og fólu sig sjálfar á eftir sama ósýnilega alföðurnum — ósigraöar af hungri, hörmung og dauða.“ Passíusálmar Hallgríms Pétrssonar eru dýrmætasta séreignin, sem vér Islendingar eigum. Þótt vér flytjum yfir lönd og höf og búum langt burt frá ættjörð vorri, megum vér arfi þeim aldrei glata. B. B. J. ------o------ Hallgrímr Pétrsson (1614—1914.) Ki'tlr séra Hjört J. IjCÓ. 1. Þú komst til vor í vorri dýpstu neyð sem voldug hetja, send af guði’ í stríð. Þú kveiktir vonar ljós hjá föllnum lýð og lýsir oss um margra alda skeið. 2. Já, föllnum djúpt. Hvað var—og ennþá er vort erfðatjón, vort böl, vor höfuðsynd?

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.