Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1914, Page 30

Sameiningin - 01.03.1914, Page 30
26 Sú þjóð, sem er af óbilgirni blind, alls ekki vill né getr bjargað sér. 3. Þú komst til vor að segja sannleikann og sjúkdómskross þinn barst í helgri ró. Þín hjartans játning: Drottinn Jesús dó— dó fyrir mig, svo lifi ’ eg fyrir hann. 4. Þúkvaðst; oss veittust holl og lieilnæm ráð og hvöt til starfa meðan dagr vinnst, og er í vestri hnígr kvöldsól hinzt, oss huggun veitir drottins eilíf náð. 5. í sannri auðmýkt enginn var þér jafn. Þú eygðir glöggt, hve hyggja vor er blind. Þú kennir: Allir játi sína synd, er sigra vilja’ í trú á Jesú nafn. 6. Guð var þér allt, því hjarta þitt var hans, frá honum streymdu spámannsorðin þín um synd og náð, um ást, sem aldrei dvín, um eining heilags guðs og syndugs manns. 7. Þú livíldist hljótt við hjarta lausnarans sem hann, er drottinn sjálfr unni mest; þar lærðir þú að lifa’ og starfa bezt og laða vora þjóð að krossi hans. 8. Þú barst þinn kross með Jesú æfi-ár, af ást til lians og trú þitt hjarta brann, en „hvern sem drottinn elskar agar hann“, hans ást þér skein sem bros í gegnum tár. 9. Og þegar sorgin svall í hjartans und og síðsta stríðið var að enda kljáð, „Guð komi sjálfr nú með sína náð“, í neyð þú baðst á þinni dauðastund. 10. Þinn lieiðr: einlæg iðrun syndarans, þitt andvarp: bœn til guðs um lijartans frið, þín hreysti: máttr guðs, er ljær þeim lið, sem leggja allt sitt traust á miskunn hans. 11. Hann leiddi þig til sigrs yfir synd og sorgarþyrnum krýndi höfuð þitt,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.