Sameiningin - 01.03.1914, Side 31
27
og stillti liörpu lijarta þíns við sitt.
Hann var þinn gnð, og lífs þíns fyrirmynd.
12. Þú hafðir áhrif, af því hugr þinn
var—einsog mjöllin—lireinn og laus við tál.
Þitt umboð var frá drottni: sekri sál
að sýna leið til guðs í himininn.
13. Hann vígði skáldið sitt til starfs og stríðs
unz storma lægði bak við dauðans höf;
þú, Hallgrímr! varst herrans náðargjöf
frá honum send til vor, lmns breyzka lýðs.
14. Menn hrifnir stara’ á heimsins dýrð og prjál,
heimspekisóra, flærð og sjálfsblekking,
en hrokans hrautir enda’ í örvænting
og allt vort dramb að lokum reynist tál.
15. Hví gengr seint með öll vor trúmál enn ?
Er ekki guð liinn sami nú og fyrr
og þörfin söm við dauðans myrku dyr
á drottins lijálp við syndum hlaðna menn?
16. Það gengr enn svo ömurlega seint,
því oft vér kjósum lieimsins tylli-sátt
og treystum þrátt um of á eigin mátt
og öðrum kennum meira lært en reynt.
17. Bjarga’ oss, vor guð! vér biðjum þig í neyð.
Lát blessun þína lýsa hvert vort spor.
Send annan Hallgrím mitt á meðal vor
af miskunn þinni’ að sýna’ oss rétta leið.
-----------------o------
Frelsisvissa Hallgríms Pétrssonar.
Eftir scra Jóhann Xíjarnason.
Allir kristnir íslendingar eru þakklátir guði fyrir
trúarskáld vort hið óviðjafnanlega, Hallgrím Pétrsson;
þakklátir fyrir trúaralvöruna, sem gengr í gegnum ljóð
hans, þakklátir fyrir áminningarnar stórvitrlegu, sem þar
eru, þakklátir fyrir hinar ljósu og andríku útskýringar á
guðs orði, og þakklátir fyrir, hve frábærlega vel trúar-