Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 32
28 skáldinu tekst að gjöra Jesúm Krist, drottin vorn, dýrð- legan í ljóðnm sínum, Passíusálmunum. Það hefir ekki heldr skort lofsorð um skáldið og verk hans. Páll Vídalín lögmaðr í VíÖidalstungu (d. 1727), kveðr Passíusálmana meiri öllu sínu lofi og kveðr þá aldrei munu fyrnast svo lengi sem snefill sé til af kristi- legri trú á íslandi. Páll var sjálfr sálmaskáld og stór- merkr maðr. Svipuðu lofsorði lýkr Valdemar biskup Briem á sálmakveðskap Hallgríms, í ritgjörð í Þjóðvina- fél. Almanaki þ. á. Og sem kunnugt er, er Valdemar biskup eitt af vorum ágætustu sálmaskáldum, að fornu og nýju. Dómr Páls lögmanns er gamall, líklega hartnær tvö hundruð ára. Dómr Valdemars biskups er nýr. Dómr Páls stendr óhaggaðr enn, segir Jón skjalavörðr Þorkels- son, og er það óefað rétt mælt. Svo verðr og um dóm Valdemars biskups. Hann stendr óhaggaðr, er tímar líða og það löngu eftir að „lirokaveggir' ‘ margra nútíðar- spekinga eru hrundir í rústir niðr. Lof frá góðum mönnum og vitrum er æfinlega gott, góÖ leiÖbeining, ekki sízt þegar það er um samskonar verk og þeir hafa sjálfir fengizt við, einsog hér á sér stað. Báðir dómararnir eru sjálfir sálmaskáld. Báðir eru þeir og frábærir vitsmunamenn og lærðir vel. Þó verðr það ekki álit þessarra né annarra lærdómsmanna, er þó grund- valla dóm sinn á þekkingu, viti og smekkvísi, samfara kristilegri trúarvitund, sem skáldfrægð og ástsæld Hall- gríms hvílir aðallega á. Dómr allrar alþýðu kemr hér til greina. Sá dómr er ekki og hefir ekki verið sundr skiftr né tvídrœgr. Hversu mikið sem sá dómr kann að hafa verið byggðr á tilfinning, framar öllu öðru, þá samt er þar úr- skurðarvaldiÖ, sá dómr, sem gjörir fit um það, hvert sæti Hallgrímr Pétrsson skipar sem skáld hjá þjóð vorri. Sem trúarskáld er honum fenginn hinn efsti sess. Og að því er ástsæld snertir, skipar hann einnig fyrsta. sæti. Oss Islendingum þykir vænna um Hallgrím Pétrsson en nokk- urn annan mann íslenzkan, sem nokkru sinni hefir lifað. Ekki þarf að því að spyrja, hví oss þyki svo vænt um þetta trúarskáld vort. Ástsæld sú hin mikla stafar af krafti þeim, trúarvissu og andagift þeirri, sem einkennir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.