Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 41

Sameiningin - 01.03.1914, Qupperneq 41
37 Föstukvöldin og Passíu-sálmarnir. Kafli úr rœðu, sem flutt var í Konkordía-kirkju á fyrsta sunnudag í f'óstu. Eftir scra Guttorm Guttormsson. Um leið og eg í drottins nafni vil leitast við að helga guðrœknis-stund þessa minning sálmaskáldsins Hall- gríms Pétrssonar; langar mig til að biðja tilheyrendrna, hvern í sínu lági og alla til samans, að leggja þar sinn skerf til, með því að minnast þess alls, sem hvert einásta ínannsbarn meðal vor á þeim ágæta þjóni drottins upp að unna. Og sérstaklega langar mig ti! að hiðja þá meðal yðar, sem fœddir eru og uppaldir heima á íslandi, að rifja upp endrminningar nokkrar frá bernskuárunum — endr- minningar, sem að dásamlega miklu leyti eru sameign yðar allra. Það eru föstukvöldin íslenzkn, sem eg hefi í huga. Guðrœknis-iðkanir þær, sem á þeim kvöldum voru um hönd hafðar, eru víst öllu al-íslenzku fólki í fersku minni. Vér munum víst öll eftir því, þegar konur og karlar að af- loknu dagsverki höfðu lagt frá sér tóvinnu-áhöldin,-—þeg- ar harkið í vefstólnum hætti, sögubókin, sem lesin hafði verið upp-hátt til skemmtunar fólkinu, var lögð á hilluna til næsta kvölds, liáreysti öllu og gamanyrðum linnti og al- vörusvipr fœrðist yfir livert andlit. Það átti að fara að “lesa”. Húsbóndinn tók niðr þrjár guðsorðabœkr: Passíusálmana, liugvekjur og hœnakver, og margir meðal fullorðna fólksins komu nú með Passíusálma-kver, sem þeir áttu sjálfir. Svo var byrjað með því nð syngja meg- inið af einum sálminum. Allir sungu, sem gátu, og börn- in með. Þá las liúsbóndi eina hugvekju og bœn á eftir úr bœnakverinu, og þarnæst voru sungin þau vers, sem eftir voru af sálminum- Síðan gjörðu menn bœn sína í hljóði og báðu guð gefa liver öðrum góðar stundir á eftir. Þar- með var þessarri einföldu guðrœknis-iðkan lokið. En svo óbrotin sem athöfnin var, þá fundum vér börnin samt sem áðr til þess, að stund sú var mjög dýr- mæt. Yér sáum skína út-úr andlitum fullorðna fólksins

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.