Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1914, Side 42

Sameiningin - 01.03.1914, Side 42
38 trúar-alvöru, sem eudrarnær var einsog fólginn eldr. Stundum sáum vér tárvot augu; og hver vill sverja fyrir það, aÖ barnsrödd hans hafi ekki bilað af sömu orsök, þegar hann reyndi að fylgjast með þeim eldri í sálma- söngnum? Og það var einmitt þessi sálmasöngr, sem gjörði guðrœknis-stundir þær eins dýrmætar og þær voru. Það er hann, fremr en hugvekju-lestrinn, sem rótfest hef- ir í hjörtum vorum tilfinningar þær, er aldrei geta fymzt með öllu, heldr vakna ætíð af nýju, er vér hugsum um kvöld þessi. Og það eru þessir sálmar, sem öllu öðru fremr, að undanteknum guðspjöllunum sjálfum, hafa kennt oss að þekkja og elska frelsara vom. Svo má að orði kveða, að Hallgrímr Pétrsson hafi með því listaverki sungið Krist inní íslenzk barnshjörtu nú í nærfellt hálfa þriðju öld. Hver getr gleymt mynd lausnarans, einsog hún stóð þar útmáluð fyrir oss? Sakleysi hans, himnesk ró og stilling, og guðdómlegr kærleikr mitt í grimmustu ofsóknum og bitrustu kvölum blasti þar við barnsauganu í hverju at- viki, sem frá var skýrt. Og tilfinning skáldsins sjálfs — kærleikr sá hinn innilegi, sem hann bar í hrjósti til lausn- ara síns, kom þar svo látlaust og skýrt í ljós, að hann hreif barnshugann með sér og gaf hann Kristi á vald. — Og þetta er gjört með svo aðdáanlegri snilld, að menn glevma skáldinu, og muna aðeins eftir honum, sem skáldið er að lýsa. Af samskonar snilld voru allar hinar myndirnar gjörðar, sem þar stóðu úthleyptar fyrir augum vorum, allt frá mynd Pétrs, sem í vonleysis-örvinglan afneitaði meistara sínum, niðr-að mynd Júdasar, sem sveik hann fyrir fémútu með köldu blóði. Einn eftir annan sáum vér menn þá leidda fram-á sjónarsviðið, sem áttu einhvern þátt í þeirri harmsögu. Lýsingarnar allar stuttar; drætt- irnir örfáir í hverri mynd, oft ekki nema eitt eða tvö orð; en svo skýrir eru þeir og hár-réttir, að menninir, sem lýst var, stóðu einsog í lifanda lífi fyrir hugskotssjónum vor- um. Eg hygg, að fáir menn finnist með Islendingum, eða nokkurri þjóð annarri, að fornu eða nýju, er hafi kunnað

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.