Sameiningin - 01.03.1914, Side 43
39
betri tök á gagnorðum mannlýsingum en Hallgrímr
Pétrsson.
List þessi er aðeins ein lilið á því einkenni höfundar-
ins, sem eg vil leyfa mér að nefna orðheppni hans. Orða-
tiltœki hans og hendingar, jafnvel heil vers stundum,
náðu föstum tökum á huga vorum, festu sig sjálfkrafa í
minninu, fengu eitthvert óbifanlegt vald yfir tilfinning-
um vorum, hittu naglann einhvern veginn svo vel á höf-
uðið, að oss fannst alveg ómögulegt að segja það, sem þar
var sagt, hálft eins vel með nokkrum öðrum orðum.
Þetta einkenni skáldsins hreif huga vom þegar í œsku;
og það hefir haldið aðdáun vorri óskertri, þótt fyrnzt
hafi yfir margt meistaraverkið, sem vér kynntumst
síðar.
Þá megum vér ekki gleyma hinu fegrsta einkenni
sálmanna—því, sem eg vil nefna sannsögli skáldsins.
Hvert einasta orð í sálmunum bar á sér ljóst yfirbragð
hreinskilni og sannleiksástar; knúði oss til að kannast við
það, að skáldinu var alvara, að hann meinti af öllu hjarta
allt það, sem hann sagði. Þegar talað er eða kveðið með
slíkri eldheitri alvöru, þá hlýtr skáldið að segja skilið við
alla mælgi, allt orðatildr og fimbulfamb, allan feluleik,
alla fordild í hugmyndasmíðum eða orðfœri. Alvöru-
þrungið mál hlýtr lang-oftast að verða afar látlaust mál;
svo einfalt, sem efnið framast leyfir, en þó svo kröftugt,
að tilfinningin fái notið sín. Á slíku máli yrkir Hall-
grímr Pétrsson; og þegar vel er að gáð, þá sjáum vér, að
það var hin djúpa alvara hans, sem hreif huga vorn jafn-
vel enn meir en snilldin hjá honum. Þaðan er kominn sá
hinn einkennilegi kraftr ljóðanna, sem allir kannast við.
Vér gjörðum oss ekki grein fyrir þessu í œsku, en al-
varan náði samt valdi yfir oss; það var hún, sem setti
gráthijóð í kverkar vorar, þegar vér reyndum að syngja
lýsingarnar átakanlegu á píslum frelsara vors; það var
hún, sem kveikti hjá oss kærleik til frelsara vors, þegar vér
sungum um þessa tilfinning skáldsins; það var hún, sem
kenndi oss að beygja kné vor fyrir guði, þegar skáldið
lýsti eiginni lotning sinni og undirgefni; það var hún, sem
vakti hjá oss hið megnasta hatr á allri synd og ranglæti,