Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1914, Page 48

Sameiningin - 01.03.1914, Page 48
44 Geynxuin það góðu’ í hjarta, syngjandi drottni, vér synir lýðs vors og dœtr, söng, er sem lagboði lifir lijartans við rœtr. N. S. Þ. -----O----- Skáldið góða. Eftir séra Itúnólf Marteinsson. Það hefir ekki verið mikið talað um Hallgrím Pétrs- vson sem skáld. Menn liafa talað um efnið í Passíusálm- unum, en síðr um listina í meðferð þess. A síðari ára- tugum liefir jafnvel all-mikið verið bent á galla húnings- ins. Sumum liafa fundizt þeir gallar allt-að því nógu stórvægilegir til að útiloka þá frá frekari notkun. Þessir ókostir, sem hent hefir verið á, eru víst þvínær eingöngu fólgnir í tvennu: óíslenzkulegu máli og rímgöllum. Sjálfsagt er að kannast við báða þá galla, en með |>ví er enginn dauðadómr upp kveðinn yfir skáldskap Hallgríms Pétrssonar — jafnvel ekki að því er búning- inn snertir; því þrátt fyrir þessa galla er það ómótmæl- anlegt, að list orðanna er svo vel samfara efninu, að frá Hallgrími einum eru komnir fleiri málshættir, sem lifað hafa hjá íslenzkri alþýðu, en frá nokkrum öðrum íslend- ingi; önnur eins spakmæli og þessi: „Oft má af máli þekkja manninn, hver lielzt liann er“ ; „hvað liöfðingj- arnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“ ; „ónýt er iðr- un tæp“ ; „þú veizt ei, hvern þú hittir þar, heldr en þess- ir Gyðingar“ ; „illir menn eru’ í hendi lians hirtingar- vöndr sjmdugs manns.“ Að þessu leyti skipar Hallgrímr Pétrsson sama sæti lijá oss íslendingum sem Shakespeare hjá Englend- ingum. Allir kannast við, að list skáldsins sé svipuð list mál- arans. Hvor um sig málar myndir. Annar hefir liti til þess, hinn orð. Báðir leitast við að skapa myndir, sem sýni sannleikann á þann hátt, að hann hrífi. Með þetta í huga getr liver, sem vill, rannsakað Passíusálmana og vitað, hvort hann finnr þar ekki mikið af skáldlegri list. 'Tökum t. d. þetta vers úr 14. sálminum:

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.