Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 49

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 49
45 „Hann, sem að nætr hvíld og ró hverri skepnu af miskunn bjó, í sinni ógna eymda-stœrð engan kost fékk á neinni værð.“ Við athugun á þessu versi kemr það í ljós, að höfundin- um heppnast að leiða þannig fram andstœður: miskumi Jesú við mennina, og miskunnarleysi mannanna við- Jesúm, nætrhvíld mannanna og værðarleysi Jesú, svo þetta nær sterku lialdi á tilfinningum hvers einasta manns, sem les það með eftirtekt. Vér finnum allir til þess við það að lesa versið, hversu ástand Jesú var á- takanlegt. Nú kannast allir við, að fullt er af svona löguðum dœmum í Passíusálmunum. Það, að ekki hefir verið mikið talað um listina f Passíusálmum, er ekki sönnun fyrir því, að hún sé þar ekki. Það hald, sem þeir hafa náð á hug og hjörtum hinna ólíkustu íslendinga á öllum tímum síðan þeir voru orktir, bendir til þess, að í þeim sé kraftr, að þeir hrífi; en livað er það annað en að segja, að í þeim sé listin til að hrífa. Vér horfum á mynd. Vér hugsum ekkert um list- ina, sem í henni er, hugsum ekkert um, live góðr málari sá hafi verið, sem málaði hana, en myndin sjálf rótar upp í sálarlífi voru og hrindir oss á stað til góðra fram- kværnda. Er það ekki sönnun fyrir tilveru listar á mjög liáu stigi? Sannleikrinn viðvíkjandi Passíusálmunum, er sá, að þar liefir skáldi tekizt að brjóta skelina utan-af mann- legum tilfinningum og leiða þær fram rétt einsog þær eru í innsta eðli sínu. Enginn Islendingr, sem ritað hef- ir, er sann-mannlegri en Hallgrímr Pétrsson. Sumir listamenn eru svo inní sjálfum sér eða svo bundnir við samtíð sína eða sérstakar ástœður eða sérstök einkenni, að list þeirra getr aldrei náð til fjöldans. Öðrum lista- mönnum þar á móti tekst að láta hjarta sitt slá við hjarta þjóðar sinnar eða hjarta mannkynsins. Þeim tekst að ná hreinum og djúpum tónum iir hörpu sinni, og tónar þeirra finna sér samrœmi í djúpi almennings-hjartans.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.