Sameiningin - 01.03.1914, Síða 50
Eg vil segja, að Hallgrími Pétrssyni liafi tekizt að ná
einmitt þessu, að minnsta kosti, að því, er íslenzka þjóð
snertir.
------o------
FYRIR UNGA FÓLKIÐ.
Deild þessa annast séra Friðrik HaUgrímsson.
HADLGRÍMR PÉTRSSOX.
Nafn hans þekkir hvert stálpað íslenzkt barn, og fá munu þau
vera, sem hafa ekki heyrt eöa lesi'S eitthvaS eftir hann. Sumt af því,
sem hann hefir orkt, er meS fyrstu bœnarorSunum, sem trúaSir ís-
áenzkir foreldrar kenna börnum sínum, einsog t. d. þetta:
„Vertu, guS faSir! faSir minn
í frelsarans Jesú nafni;
hönd þín leiSi mig út og inn,
svo allri synd eg hafni.“ ,
Þetta vers er í 44. Passíusálminum. Passíusálmarnir eru að dómi
þeirra manna, sem bezt eru fœrir um slíkt aS dœma, tilkomumesta,
andríkasta og vandaðasta sálmasafni'ð, sem nokkurn tíma hefir veriS
orkt út-af píslarsögu frelsarans. — NafniS á því sálmasafni er dregið
af latneska orðinu passio (á. ensku: passion), sem þýðir: þjáning cða
písl, og merkir því: „píslar-sálmar“. Á síðutu árum æfi sinnar var
höfundr Passíusálmanna sárþjáðr af holdsveiki. En trúin á kærleika
guðs, sem glœddist hjá honum og varS æ innilegri fyrir umhugsun
písla frelsarans og þann óumrœSilega guSlega kærleik, sem t þessu
birtist, gaf honum þrek til aS bera þann þungbæra sjúkdóm, sem á
hann var lagSr.
Hann var fœddr áriS 1614, og er íslenzka þjóSin nú um þessar
mundir aS minnast 300 ára afmælis hans, meS þakklæti til drottins
fyrir þá ómetanlegu blessun, sem af sálmakveSskapi hans hefir hlot-
izt. AnnarsstaSar í blaSi þessu er minnzt á æfisögu hans, og er því
sleppt hér aS fara út-í þaS efni. En á þaS vildi eg benda íslenzkuru
unglingum, aS láta þessa afmælisminningu verSa sér hvöt til aS kynna
sér sem bezt þaS, sem til er á prenti eftir Hallgrím Pétrsson. Þeim
lestrarstundum væri vel variS. Þvi í ljóSum hans birtist svo fagrlega
sú trú á blessaSan frelsarann Jesúm Krist, sem var styrkr hans í
þrautum og þjáningum og gjörSi hann aS einum hinum mesta vel-
gjörSamanni íslenzku þjóSarinnar. — Drottinn blessi ungum og göml-
mm minningu Hallgrims Pétrssonar.