Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 51

Sameiningin - 01.03.1914, Blaðsíða 51
47 l'áskavers eftir Hall£TÍm iVirsson. Upp reis me8 sœtum sigri son guös á páskadag, öllum þó elskuligri, alit haföi fœrt í lag. Englar guös aö því gæta, upprisinn drottinn er, þar urn ei þurfum þræta, þaö munum reyna vér. Allir eigum vér fá aftr lausnarann sjá, svo sem hann sagöi frá. „pér eruð ljós heimsins.“ Maðr, sent var á ferð, keypti sér eldspýtna-hylki, sem var þannig gjört, aö þaö lýsti af þvi í myrkri. Þegar hann var kominn heim til sín aftr og nokkrir kunningjar hans voru hjá honum eitt kvöld, tók hann eldspýýtna-hyikiö sitt upp-úr skuffu - til aö sýna þeim þaö. Hann slökkti ljósið, en það lýsti ekkert af hylkinu, og hann fór að halda, að hann hefði verið gabbaðr. Daginn eftir fór hann aö skoða þaö betr, og sá hann þá, að öðrum megin á það voru letruð þessi orð: „Ef þú vilt, að eg lýsi, þá láttu mig vera í sólarbirtunni." Hann fór eftir þeirri bendingu, og lét hylkið liggja allan daginn þarseni bjart var; og um kvöldið, þegar dimmt var orðið, lýsti af því, hvert sem hann fór með það. Það kom til af þvi, að á það hafði verið látinn litr, sem brennisteinn var saman við; brennisteinninn drakk í sig sólarljósið og lét það svo streyma út-frá sér aftr.------ Lif þú vilt, a'ð lýsi af þér, þá vertu í birtunni! Gjör þér far um að vera sem mest undir áhrifum guðlegrar náðar og kærleika. Lát Ijós guðs orðs streyma daglega inn-i sálu þína og fylla hana af birtu. Gef anda guðs vald yfir hugarfari þínu og framkomu. Þá lýsir af þér hvar sem þú fer. Þá getr þú glatt aðra og hjálpað þeim til að rata gæfubrautir lífsins. „Þannig lýsi ljós yðvart fyrir mönnum" ('Matt. 5, 16). Vegna annarra. Moody segir þessa sögu um vin sinn einn, sem átti heima í litl- um bœ, þarsem strætin voru illa lýst á kvöldin. Hann var á leið heim til sin eitt kvöld, og mœtti þá manni, sem hélt á ljóskeri. Hann sá þá í birtunni frá Ijóskerinu, að maðrinn gekk með aftr augun, og honurn datt í hug, að hann hlyti að vera blindr. Hann var kom- inn fram-hjá honum, en sneri aftr og spurði hann að því, hvort hann væri ekki blindr. Maðrinn játti því. ,.En til hvers hefir þú þá ljóskerið ?"—spurði hann.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.