Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 7

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 7
87 HvaS guð gaf þessum söfnuði sérstaklega, verður aldrei full-metiS, né full-þakkaS. í 30 ár liefir hann starfaS hér og strítt. Prá þessum staS hefir rödd hans hljómaS, viðkvæm og klökk, boSandi liiS eilífa kærleikans mál. Hér hefir hann flutt syndugum mönnum náSar- boSskap Jesú Krists. Hér hefir hann flutt orð trúar og huggunar ótal krossberum og börnum táranna. Og hér hefir hann borið á örmum heitra hæna, sálir mannanna upp að hásæti guðs. Engin furða er þótt söfnuðurinn elskaði hann. Enda harmar liann hvert mannsbarn hér og tregar sem ástkærasta föður. Og helg og blessuð verður minning hans í Pyrsta lúterska söfnuði í AVinni- peg langt fram í ókomna tíð. En ekki einungis hér í þessum söfnuði, lieldur einnig hvarvetna meðal kristins fólks af vorri þjóð, verður minning hans blessuð. Þar sá fólk vort trúna í krafti hennar og fegurð. Allir vissu að hér var maður, sem var trúarhetja. Trúin var honum alt, þar var engin uppgerð. Allir urðu að bera lotningu fyr- ir trúar-einlægni hans. Trú lians var barnsleg, en þó svo sterk. Hve hjartanlega að hann gat beðiS guS í Jesú nafni! Mér hefir fundist það hjartnæmast af öllu, sem eg reynt hefi í þeim efnum, að eiga sambæn með honum. — Og hvað hann var heill og óskiftur, og fastheldinn við kenningar kristindómsins, einsog þær eru fluttar af frels- aranum sjálfum í Nýja testamentinu. GuSs orð var lampi lians. ViS það ljósið hélt liann sér í lífi og dauða, Jesús Kristur, dáinn á krossinum til friSþægingar fyrir syndir mannanna, var hjartað, er allar æðar trúar hans láu frá og til. Og þetta, sem hann átti dýrast og hezt sjálfur, gaf liann oss og ótal fleirum, svo að fyrir liann hnigu margar sálir í faðm frelsarans og fundu líf og sælu. — Drottinn gaf. Hve ríkulega gaf oss drottinn, er hann gaf oss þessa lietju trúarinnar, til að vera sverð vort og skjöldur og leiðtogi á brautum trúarinnar! Minnumst Hka þess, livað drottinn gaf oss, vinum hans og starfsbrœðrum, með þessum kæra og trúfasta vini. Aldrei fáum vér prestarnir fullþakkað guði fyrir hann. Hann var oss öllum sem faðir, faðir í trúnni, fað- ir í kærleikanum, faðir í drotni. Allir minnumst vér þess,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.