Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1914, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.06.1914, Qupperneq 10
90 í þessari álfu, sé liann hér fyrir mér hniginn að velli eftir sitt langa og dýrðlega starf, þá verður lofsöngurinn rík- asta tilfinningin í sálu minni. Og lofsöngur liaafir við líkkistu þessa, en ekki harmagrátur. 0g engin lofsöngsorð finst mér eiga eins vel við og byrjunar-orðin í hinum eldgömlu sigurljóðuin Debóru og Baraks, sem eg las upp úr liinni lieilögu bók. Eg veit, að það er margt, sem vekur upp liarm og sáran söknuð lijá þeim vinahóp, sem er liér saman kom- inn, og’ hinum enn þá stærra vinaskara, sein syrgir við lát dr. séra Jóns Bjarnasonar. bæði meðal Vestur-íslend- inga og lieima á fósturjörðiuni gömlu, en grunnhljómur- inn í allri sorginni er þó lofsöngur allra þeirra, sem elska hið dýrmæta málefni, sem þessi mikli foringi barð- ist fyrir, starfaði fyrir og elskaði alt til dauðastundar. Að foringjar veittu forstöðu í Israel, það var mikið lofsöngsefni, og svo er það enn. Þegar guð uppvekur oss trúa, ötula og góða foringja, er það liin bezta gjöf, sem guð gefur kirkju sinni, því án þeirra yrði drottins hjörð eins og höfuðlaus her, sem enga von getur liaft um sigur. Eg ætla ekki að fara að lýsa, hvílíkur foringi vor látni kennifaðir var eða starfi hans, því aðrir eru betur fallnir til þess að segja þá sögu; eg bendi á þetta til þess að snúa huga vorum til guðs og vekja hjá oss þakklæti og lofsöng. Því sannarlega. hefir dýrð drottins opinberast yfir hinum langa starfsdegi vors elskaða vinar og bróð- ur. 1 lionum vakti guð upp þann foringja, sem safnaði saman liinum tvístraða lýð íslendinga hér í álfu á dreif- ingar-árunum. í lionum gaf liann oss mann, sem með sterkum og heilbrigðum anda veitti forystu í guðs Israel um langa æfi, mann, sem aldrei liopaði af hólmi, aldrei vildi bevgja af beinum og réttum vegi, aldrei liugsaði um sjálfan sig, er um guðs málefni var að ræða; með óbif- andi festu liélt hann fast við það, sem hann vissi sannast og réttast og leit ekki augum af markinu, hvað sem kost- aði, og stýrði beint að því, livort sem vindurinn var með- iægur eða mótstæður. Þess vegna ávanst svo mikið; þess vegna fékk hann levfi til að sjá svo ríkulegan ávöxt af starfi sínu.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.