Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1914, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.06.1914, Qupperneq 11
91 Og er vér lítum yfir starfsferilinn, sem nú er liðinn, þá segjum vér allir, sem unnum málefni guðs og frelsara vors Jesú Krists: Að foringi veitti forystu meðal Is- lendinga—fyrir það lofið drottin. Já, eg vil vegsama guð, frelsara vorn, sem gaf vorri elskuðu þjóð slíkan foringja og gaf oss náð til að vera undir forystu hans.svo langa stund. Hann gekk ávalt á undan, þegar erfiðast var, ruddi brautina, kallaði á lýð- inn með myndugleika drottins, því frá lionum einum liafði hann vald sitt, þess vegna gat liann komið svo miklu til vegar. Hann hafði enga konungs-útnefningu að baki sér, engin ríkislög veraldlegs valds, en liann skildi köllun sína og raust drottins, sem útvaldi liann og gaf lionum eitt hið vegsamlegasta starfssvið, sem nokkrum Islend- ingi hefir hlotnast. Og hann hlýddi þessu kalli, þótt oft væri erfitt, og lagði sjálfan sig, krafta sína og alt í söl- urnar, og studdi sig óhræddur við liinn sterka armlegg drottins, sem í dag er eins voldugur og á dögum þeirra dómara, sem forystu veittu hjá Israel, og söfnuðu þeim dreifðu saman til þess að vinna sigur á óvinum guðs ríkis. Drottins armleggur er eins sterkur nú, og æfistarf þessa drottins þjóns, sem með réttu má kalla kirkjuföður hinnar íslenzku kirkju meðal Vestur-lslendinga, æfistarf lians setur þenna sannleika oss skýrt fyrir sjónir í dag, er vér við kistu hans horfum með þakklæti til baka, og gefum guði dýrðina fyrir það alt. Já, guði einum ber dýrðin, og eg veit að það er sam- kvæmt vilja vors látna elskulega föður að vér gefum guði alla dýrðina, en ekki honum. Þess vegna viljum vér lofa guð, og helga honum tár vor og láta nýjan lofsöng spretta fram af harmi vorum og' söknnði. Já, látum oss þá lofa guð, að hann gaf oss þenna for- ingja og einnig fyrir það, að fólkið kom sjálfviljuglega. 1 því birtist líka guðs dýrð, að liið sundurdreifða fólk, sem ekki var bundið af neinni ytri þvingun eða lagavaldi, safn" aði sér saman, er það heyrði rödd drottins hljóma til þess í gegn um prédikun og starf þessarrar lietju drottins. Eg, sem ekki á heima liér, og stend hér sem fulltrúi liinnar íslenzku kirkju heima, get sag't það og sagt það

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.