Sameiningin - 01.06.1914, Síða 15
95
1843. Þegar hún varð ekkja settist hún aö á einni kirkjujöröinni
í sveitinni, Þvottá, þarsem einn hinn göfugasti fornaldarmaöur
islenzkur, Síöu-Hallur, haföi átt heima. Hún hafði allstóran hóp
barna (5 pilta og 3 stúlkurj til aö annast. Tveir úr hópnum uröu
síðar prestar, Brynjólfur prestur í Vestmanneyjum, og Bergur síö-
ast prestur i Vallanesi i Suöurmúlasýslu. Þrjú þeirra eru enn á
lífi: Guörún í Winnipeg, Nikulás i Leslie, Saskatchewan, og Gísli
á Seyöisfiröi á íslandi.
Á Þvottá giftist Rósa í annað sinn, Bjarna stúdent, og þar
bjuggu þau um þriggja ára skeið og þar fæddist Jón. Meðan þau
voru á þvottá sótti Bjarni um brauð, tók prestvígslu og fékk Kálfafell
i Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu. Þangað flutti öll fjöl-
skyldan, eftir því sem eg fæ komist næst, áriö 1847. Kálfafell var
eitt með fátækari brauðum á landinu, en þó farnaðist þeim furöu vel.
þrátt fyrir það, hve fjölskyldan var stór og tveir piltar úr hópnum,
sem þurfti að kosta í skóla. Séra Bjarni reyndist þessum stóra
stjúpbarna hóp sérstaklega vel, og ávalt mintust þau hans með djúpri
virðingu og innilegum hlýleik. í fimm ár bjuggu þau aö Kálfa-
felli. Fékk þá séra Bjarni Þingmúla í Skriðdal og þangað fluttu
þau öll árið 1852. Þar dvaldi hann lengst i æsku og við þann stað
voru margar dýrmætar endurminningar knýttar, en þar misti hann
móður sína árið 1856, var hann þá 11 ára gamall. Þau hjónin eign-
uöust alls þrjá drengi. Einn þeirra dó ungabarn, en albróðir Jóns,
er Sveinn hét, og honum þótti sérstaklega vænt um, varð bóndi að
Valaseli í Lóni i Austur-Skaftafellssýslu, en er dáinn nú fyrir
nokkrum árum.
Þegar séra Bjarni misti konu sína, annaöist elzta stjúpdóttir
hans, Guðrún, með honum búið þangað til hann gitist í annað sinn,
Margréti Erlendsdóttur frá Húsum í Fljótsdal, nokk'ru áður en hann
flutti frá Þingmúla. Þau hjón eignuðust tvær dætur, og lifa þær
báðar, Guðrún, gift Eggert Benediktssyni að Laugardælum í Flóa í
Árnessýslu, og Anna, gift Jósef Jónssyni að Múlum í Hrútafirði.
Frá Þingmúla fór Jón í latínuskólann i Reykjavík árið 1861.
Hafði faðir hans kent honum undir skóla, og kent honum svo vel, að
í ýmsum greinum, sérstaklega i latínu og grísku, kunni hann meira
en flestir eða allir nýsveinar þá í skóla. Faðir hans var ‘‘maöur
fjölfróöur, sílesandi, og i sumum bókmentagreinum frábærlega vel að
sér, þannig t.a.m. í heimspeki Forn-Grikkja, enda hafði hann
býsna vandlega lesið flestöll rit Platóns á frumtungunni. Ltínu las