Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 16
96 hann nokkurnveginn eins hindrunarlaust og móSurmálið.” Séra Jón sagSi sjálfur, aS faöir sinn hefði kent sér mikið og vel, og hann hefði munað það betur, sem hann lærði hjá honum, en það, sem hann nam í skóla, og sjálfur hafði Jón áður en hann fór í skóla snúið á latínu nokkuð löngum kafla úr miðri Njálu. Þegar hann fór að heiman í fyrsta sinn til að fara í skóla, kvaddi faðir hans hann með þessum öröum: “Guð hjálpar þeim, sem hjálpa vill sjálfum sér.” Þeim orðum trúði hinn ungi maður og leitaðist við að lifa eftir þeim. Lífið í Reykjavík og skólanum opnaði fyrir honum nýjan heim og kunni hann þar ekki við sig að öllu leyti. Pilturinn var bráð- gáfaður, tilfinningaríkur, með öra skapsmuni og mjög sterka til- hneigingu til þess á öllum leiðum mannlegrar hugsanar, að sigla sinn eigin sjó. Af þessu orsakaðist í sál hins unga manns nokkuð sterkur uppreisnarandi móti mörgu í skólalífinu í Reykjavík og hinni dansk-íslnzku mentun, eins og hanp sjálfur kemst heppilega að orði, í heild sinni. En algjörlega óspilt ungmenni kom hann út úr latínu- skólanum, og alla æfi var hann hreinn og göfugur maður. Hann útskrifaöist úr latinuskólanum árið 1866. Að latínuskólavistinni lokinni var hann eitt ár heima hjá föður sínum, sem þá var prestur að Stafafelli í Lóni. hafði flutt þangað árið 1862. Þá hóf hann nám við prestaskólann í Reykjavík. Alla sína skólatíð var hann námsmaður í bezta lagi, en sérstaklega hefir hann víst skarað fram úr í prestaskólanum; því þaðan útskrifaðist hann með þeirri hæstu einkunn, sem nokkur þar hafði að þeim tíma hlotið. Að guðfræðanáminu loknu, vígðist hann aðstoðarprestur til föð- ur síns árið 1869, þá 23 ára gamall. Faðir hans var þá bilaður á heilsu, en styrktist brátt aftur, svo að hann þurfti ekki sonar síns við. Var hann þar því ekki nema liðugan árs tíma. Þá hvarf hann aftur til Reykjavíkur. Þar kvæntist hann á afmælisdaginn sinn, 15. Nóv. 1870, Láru Pétursdóttur Guðjohnsen, dóttur hins góðfræga tónsnill- ings, Péturs Guðjohnsens, föður sönglistar íslendinga i nútíðinni. Þrjú ár voru: þau hjón í Reykjavík, og starfaði hann allan þann tíma að kenslu. Um prestakall sótti hann á þessu skeiði oftar en einu sinni, en það var árangurslaust, og virðist erfitt að skilja í því, hversvegna honum var synjað. En hann vann svo að kalla baki brotnu. Hann kendi bæði í latínuskólanum og barnaskólanum, og auk þess veitti hann einstaklingum tilsögn. Það kom jafnvel fyr- ir, að hann kendi 11 stundir á dag.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.