Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1914, Page 19

Sameiningin - 01.06.1914, Page 19
99 landi. AS því leyti sem deilan var milli þeirra, var hún alls ekki persónuleg, heldur eingöngu um skoðanir. BáSir mennirnir viSur- kendu hvor annan sem góðan dreng, og báSir voru þeir hjartanlega sammála um höfuSatriöi kristinnar trúar, og meS lifandi trú í brjóstum sínum. Á þessum tíma var lagSur grundvöllurinn fyrir kirkjulegt starf íslendinga í Vesturheimi. Upp frá þessu hélzt þaS viS. SafnaSalög þau, sem séra Jón notaSi, eSa samdi, i Nýja íslandi, voru aS miklu leyti notuS þegar grundvallarlög kirkjufélagsins síSar- meir voru fyrst samin. ÁriS 1880 fluttu þau hjónin heim til íslands, og varS séra Jón prestur í Seyöisfiröi, og hélt hann því starfi þangaS til áriö 1884, a5 hann hvarf aftur vestur um haf upp-á köllun, sem hann hafSi fengiS frá íslendingum í Winnipeg og annarsstaöar. Upp frá þvi áttu þau hjónin heima í Winnipeg ásamt fósturbörnum þeirra, en þau eru: Theodóra, FriSrik og Helga. Auk þeirra tóku þau til fósturs börn sem þau mistu. Öllum kemur saman um, aö séra Jón hafi unniö sitt aöal-lífsstarf síöan hann kom til Winnipeg. Þó aö einhver dálitil safnaöarbyrjun væri í Winnipeg áSur en hann kom, má þó meS sanni segja, aö Fyrsti lúterski söfnuSur, meS öllum hans starfsgreinum, sé beinn ávöxtur af starfi hans, og er þaS mikill minnisvarSi. Enginn íslenzk- ur sunnudagsskóli var víst til í Ameríku þegar hann kom til Winni- peg, og ekki heldur heima á íslandi. Á fyrsta starfsári séra Jóns í Winnipeg, 23. Jan. 1885, var stofnaS til fundar aö Mountain í Noröur-Dakota til aö undirbúa kirkjufélagsstofnun. Voru þeir þar samverkamenn séra Jón og séra Hans B. Thorgrímsen, sem þá var prestur íslenzku safnaSanna í Dakota. Var svo kirkjufélagiö full- komlega stofnaö meö fyrsta fundi þess 24. Júní, 1885. Séra Jón var kosinn forseti þess, og því embætti hélt hann í 23 ár, en leiö- togi þess var hann til dauöadags. Á hinu sama þingi var samþykt að stofna kirkjulegt tímarit, og hann kosinn ritstjóri. Hóf þaö göngu sína meS sýnishorni í Desember þaö sama ár, en byrjaöi reglulega aö koma út í Marz 1886. BlaSiS hefir ávalt boriö nafniö: “Sameiningin”, og séra Jón var ritstjóri þess til dauðadags. Auk þess sem séra Jón ritaði í Sameininguna og önnur blöð og ennfremur þess, sem áður er getið í sambandi við Próf. Anderson, liggja eftir hann prentuð þau rit, er nú skal greina: ÞýSing á bók biskups D. S. Monrads, “Úr heimi bænarinnar” (T888J; GuSspjalla- mál, prédikanasafn á öllum helgidögum kirkjuársins CIPOOJ og þýð- ing á Ben Húr eftir Wallace, J1909J. Auk þessarra stærri rita eru

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.