Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 20

Sameiningin - 01.06.1914, Síða 20
100 ræöur og fyrirlestrar í tímaritum eöa sérstökum útgáfum. Sum hin helztu þeirra eru: Prédikun á þjóöhátíö íslendinga í Milwaukee 71874J; Nauösynleg hugvekja (1879); ísland aö biása up fl888J; Islenzkur níhilismus fl889J; Um vatnsveitingar fl890j; Prédikun til minningar um þaö, að 350 ár voru liðin frá því að Nýja Testamentið var þýtt á íslenzku (^flutt 1890, prentuð 1891ý; Minning kristnitök- unnar á Islandi fyrir 900 árum (T890ý; í>aö sem mest er í heimi ^1893; Forlög (189ö); Eldur og eldsókn ('1896ý; Minning reform- azíónarinnar fflutt 1898, gefin út 1899ý; Mótsagnir flOOOý; Þránd- ur í Götu (T901ý; Að Helgafelli fl902); Helgi magri 71905); Lausn kirkjunnar á íslandi úr læðingi fl907) ; Gildi trúarjátninga fl908; Apologia pro vita sua, eða Sjálfsvörn 71909ý. Þess má og geta, að á þeim árum, sem hann var suður í Bandaríkjum, ritaði hann ýmislegt um íslenzk efni í amerísk tímarit. Merkasta rit hans er óefað Guðspjallamál. Þar kemur snild hans, sem prédikari, fram í sinni dýrðlegustu mynd, og til þess verks hefir hann lagt það bezta, sem hann átti í eigu sinni. En sér- kenni séra Jóns Bjarnasonar, sem persónu, koma þó hvergi betur í ljós, en í fyrirlestrum hans. Ekkert verk, sem hann nokkurntíma vann á lífsleiðinni, lét honum betur en að semja fyrirlestra um áhuga- mál þjóðar sinnar, og í þá lagði hann hjartablóð sitt, enda hrundu þeir af stað meiri umræðum en flest annað, sem skrifað hefir verið meðal íslendinga á síðari árum. ,Á kirkjuþingi því, sem haldið var á Gimli 1901, flutti séra Friðrik J. Bergmann fyrirlestur með fyrirsögninni, “Bókstafurinn og and- inn”. Með honum var í raun og veru Nýja guðfræðin leidd fram á orustuvöll í kirkjufélaginu, jafnvel þó sami maður væri lítilsháttar áður búinn að rita um það mál í Aldamótum. Upp frá því var barist, stundum með ofsa hita. I þeirri deilu var séra Jón bæði “sverð og skjöldur” ákveðins kristindóms, eins og hann í aðal-atriðum hefir verið kendur í gegnum aldirnar. Hann hikaði sér ekki við að vega óspart að Nýju guðfræðinni öll þessi ár, sem liðin eru síðan. Árið 1910 hélt kirkjufélagið 25 ára júbil-hátíð sína. Það var dýrðleg fagnaðarhátíð fyrir alla kristna íslendinga. Eini skugginn, sem á því hvíldi, var klofningurinn hryggilegi, út-af Nýju guðfræð- inni, sem orðið hafði áður í kirkjufélaginu. Á þessu þingi veittist séra Jóni sú maklega viðurkenning, að Thiel College í Grenville í Pennsylvaníu-ríki sæmdi hann doktors nafnbót í guðfræði. Tilkynti forseti kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, þetta við aðal-há- tíðaguðsþjónustuna, sunnudaginn sem kirkjuþingið stóð.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.