Sameiningin - 01.06.1914, Side 30
110
henni. “Taktu við því, barniö mitt,” — sagöi hann —, “það brennir
þig ekki”. Stúlkan gjöröi eins og henni var sagt,— en höndin henn-
ar hvíta varð svört af kolinu og aska kom líka á hreina hvíta kjólinn
hennar. “Hvers vegna lézt þú mig gjöra þetta, pabbi?” sagði hún;
“þaö veröur aldrei of varlega fariö með kol”. — “Það er alveg satt,”
— svaraði Sophronius; “þó að kolin brenni ekki, þá óhreinka þau
samt; og alveg eins er með félagsskap vondra og óvandaðra manna.”
Gættu vel að því, í hvaða félagsskap þú ert. Vertu vandaður
.að því, hverja þú velur fyrir vini og kunningja. Margt ungmenni
hefir orðið afvegaleitt af vondum félögum. Óhreint orð, óhrein
saga getur vakið óhollar hugsanir í sálu þinni og sett blett á hana;
forðastu 'þá áhættu, eins og þér er unt. En góðir, vandaðir vinir
eru dýrmæt blessun; þakka þú guði fyrir þá og sýndu þeim trygð.
Það er mikil speki í þessari grein Orðskviðanna ('13, 20):
“Haf umgegni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer
þeim, sem leggja lag sitt við heimskingja.”
PIIiTTJR Á FEUÐ
Kritniboði einn kom til smá-þorps í Afriku og hitti þar fyrir
mannfélag, sem hann vissi ekki til að hefði áður nokkurn trúboða
séð, en hafði þó bersýnilega haft nokkur kynni af kristindómi.
Honum kom þetta mjög á óvart, og hann for að grenslast eftir,
hvernig á því stæði.
/Eðsti maður þorpsins varð til þess að fræða hann um það.
■“Fyrir all-löngu,” sagði hann, “fór einn piltur frá trúboðstöð yðar
hér um. Hann hafði með sér bók; við spurðum hann að, hvað í
henni stæði, og hann sagði að það væri orð guðs á vorri tungu.
Vér báðum hann að lesa úr bókinni fyrir oss, og það, sem hann
las, féll oss vel i geð, að vér fengum hann til að dvelja um tíma
hjá oss. Hann sagði oss þá, að ef vér vildum dýrka hinn mikla
guð, sem bókin segði frá, þá yrðum við að gjöra tvent: Fyrst
-ættum vér að taka hvíld einn dag af hverjum sjö, og svo þyrftum vér
líka að byggja hús til þess að tilbiðja hann í Vér gengum að
jþessu, og fórum út í skóg og hjuggum við, en konurnar slógu gras
til að þekja með. Og svo bygðum vér guðshúsið, sem þér sjáið
þarna. Pilturinn var hér hjá oss um tíma og las fyrir oss guðs
•orð og bað fyrir oss. En svo þurfti hann að halda áfram ferð
sinni; vér höldum samt áfram að tilbiðja guð i húsi hans, þó að
vér höfum engan til að kenna oss.”
“Og hvernig farið þér að því að tilbiðja hann?” spurði trú-
boðinn.
“Vér komum saman sjöunda hvern dag og setjumst niður í
húsi guðs og sitjum þar þegjandi. Vér höfum engan til að lesa
fyrir oss eða kenna oss, og vér kunnum ekki að biðja, svo vér sitjum
kyrrir þegjandi, og hugsurn að hinn mikli guð sjái oss og segi:
■'Þarna er hópur af fólki sem hefir engan kennara, en langar til að